fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Harðar sóttvarnaaðgerðir í Nýju Delí – Metfjöldi kórónuveirusmita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 03:46

Sjúklingar bíða við sérstaka COVID-19 móttökustöð á Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindust 273.810 kórónuveirusmit á Indlandi og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Vegna þeirrar slæmu þróunar sem hefur verið á útbreiðslu smita að undanförnu var gripið til harðra sóttvarnaráðstafana í höfuðborginni Nýju Delí í gær og má segja að nær öll starfsemi í borginni hafi verið stöðvuð. Gilda aðgerðirnar að minnsta kosti í viku.

Rúmlega 20 milljónir búa í borginni. Álagið á sjúkrahúsin er mikið og þau vantar fleiri legurými, súrefni og mikilvæg lyf. Nú eru tæplega 100 sjúkrarúm laus í borginni svo staðan er mjög alvarleg.

Nú hafa rúmlega 15 milljónir Indverjar greinst með kórónuveiruna en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst. En ef miðað er við íbúafjölda er Indland ekki nálægt toppnum hvað varðar fjölda smitaðra því tæplega 1,4 milljarðar búa í landinu.

Rétt er að hafa í huga að erfitt getur verið að bera saman smittölur á milli landa því misjafnt er hvernig sýnatöku er háttað og hversu mörg sýni eru tekin.

Vaxandi gagnrýni er á viðbrögð ríkisstjórnar Narendra Modi við heimsfaraldrinum en önnur bylgja hans ríður nú yfir Indland. Mörg hundruð þúsund manns hafa að undanförnu tekið þátt í trúarhátíðum og kosningafundum en slíkt er ekki til þess fallið að halda aftur af útbreiðslu faraldursins. Fyrr í mánuðinum voru sóttvarnaaðgerðir hertar, starfsemi fjölda fyrirtækja og stofnana var stöðvuð og útgöngubann var sett á á sumum svæðum. Ríkisstjórnin segir að smit færist í aukana vegna þess hversu þéttbýlar stórborgirnar eru og einnig kemur almenn andstaða við notkun andlitsgríma við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“