fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 06:58

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sólarhring létust 4.470 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum og hafa dauðsföllin aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Rúmlega 235.000 ný smit voru staðfest á sama tíma.

Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskólanum frá í nótt.

Samkvæmt tölum frá Covid Tracking Project liggja um 131.000 COVID-19-sjúklingar nú á bandarískum sjúkrahúsum.

Vegna ástandsins innanlands sem utan hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að frá og með 26. janúar verði allir flugfarþegar, sem koma til landsins, að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr COVID-19 sýnatöku. Þetta á einnig við um bandaríska ríkisborgara. Yfirvöld vonast einnig til að ná stjórn á faraldrinum með umfangsmiklum bólusetningum. Nú þegar er búið að bólusetja 9,3 milljónir landsmanna með fyrri skammti bóluefnis. Alex Azar, heilbrigðisráðherra, vonast til að hægt verði auka hraða bólusetningarinnar og bólusetja mun fleiri daglega en nú er gert. Hann hefur hvatt ríkin til að bjóða öllum eldri en 65 ára upp á bólusetningu núna.

Stjórnvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu hins svokallaða „enska afbrigðis“ en það hefur nú greinst í tíu ríkjum. Það er mun meira smitandi en önnur afbrigði og því óttast yfirvöld að smitum muni fjölga mikið á næstunni.

Í heildina hafa rúmlega 380.000 látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?