fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Trump verður að borga klámmyndaleikkonunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:00

Stormy Daniels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Kaliforníu kvað í síðustu viku upp úr um að Donald Trump, forseti, verði að greiða klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels 41.100 dollara vegna lögfræðikostnaðar hennar.

Málið snýst um að 2018 stefndi Daniels forsetanum fyrir dóm til að ógilda þagnarákvæði, þekkt sem „non-disclosure agreement“ í Bandaríkjunum. Ákvæðið kom í veg fyrir að Daniels gæti skýrt frá smáatriðum varðandi meint samband hennar og Trump 2006. Samningurinn var undirritaður 11 dögum fyrir forsetakosningarnar 2016.

En ógildingarmálið fór aldrei fyrir dóm því það var leyst með sátt áður. Daniels vildi samt sem áður fá lögfræðikostnað sinn greiddan af Trump þar sem sáttin kvað á um að málsaðilinn, sem tapaði málinu, skyldi greiða allan málskostnað.

Trump segist aldrei hafa skrifað undir þagnarákvæðissamninginn og bendir á að nafn hans komi ekki fyrir í samningnum sem er sagður gilda um Daniels og gagnaðila hennar David Dennison. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það sé dulnefni fyrir Donald Trump.

2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, Daniels 130.000 dollara til að fá hana til að þegja um samband þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku