fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Óttast að kórónuveiran hafi verið í umferð mjög lengi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 07:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt og annað sem bendir til að kórónuveiran, sem veldur heimsfaraldri þessa dagana, hafi verið í umferð mun lengur en talið hefur verið. Þetta er mat Tom Jefferson, prófessors við Evidence-Based læknisfræðideild Oxfordháskóla.

Í samtali við The Telegraph sagði hann að margt bendi til að veiran hafi verið í umferð í töluverðan tíma og hafi vaknað til lífsins nýlega þegar faraldurinn braust út.

„Við neyðumst til að rannsaka uppruna þessarar veiru til að skilja hvaðan hún kom og hvernig hún stökkbreytist. Ég held að veiran hafi verið hér fyrir og með „hér“ þá á ég við alls staðar. Við erum kannski að glíma við veiru sem lá í dvala en vaknaði til lífsins vegna breytts umhverfis.“

Hann telur þar með ekki öruggt að veiran eigi upptök sín í Wuhan í Kína. Máli sínu til stuðnings benti hann á að spænskir vísindamenn segjast hafa fundið veiruna í skólpsýnum frá því í apríl á síðasta ári. Auk þess hafi smit greinst um borð í skemmtiferðaskipi við Falklandseyjar í febrúar þrátt fyrir að engir smitberar hafi verið um borð.

„Það var skemmtiferðaskip, sem sigldi frá South Georgia til Buenos Aires þar sem sýni voru tekin úr farþegunum, en skyndilega kom fyrsta smitið upp á áttunda degi þegar skipið var á siglingu.“

„Veirur hafa alltaf verið hér en skyndilega vekur eitthvað þær. Kannski að fólk býr svo þétt, umhverfisáhrif, það er þetta sem við eigum að skoða.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku