fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn segjast hafa fundið hreinasta loftið á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. júní 2020 16:00

Frá Suðurskautinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja sig hafa fundið hreinasta loftið hér á jörðinni. Það er yfir Suður-Íshafinu á Suðurskautinu. Þeir segja að þar sé engar agnir, sem verða til af mannavöldum, að finna í loftinu.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við Colorado State University í Bandaríkjunum segi að erfitt sé að finna einhvern stað hér á jörðinni sem er algjörlega ósnertur af mannavöldum því loftslagið breytist svo hratt af völdum okkar mannanna.

Um er að ræða fyrstu rannsókn sögunnar af þessu tagi að sögn vísindamannanna. Þeir mældu magn agna í andrúmsloftinu en það hefur aldrei áður verið gert sunnan við fertugustu breiddargráðu.

DNA rannsóknir voru gerðar á þeim ögnum sem fundust til að hægt væri að rekja uppruna þeirra. Niðurstaðan var að Suður-Íshafið sé nær ósnortið af ögnum sem eiga rætur að rekja til manna.

Niðurstöður rannsóknarinn voru birtar í vísindaritinu Proceedings of The National Academy of Sciences.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað