fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir yfirstandandi kreppu ólíka öllum öðrum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 14:30

Kreppan mikla á fjórða áratugnum. Skólabörn fá súpu og brauð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróun efnahagsmála á heimsvísu vegna kórónuveirufaraldursins er verri en talið var í fyrstu og hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því endurskoðað spá sína um efnahagsþróun. Samkvæmt nýrri spá hans verður hagvöxtur á heimsvísu neikvæður um 4,9% á árinu sem er 1,9 prósentustigum meiri samdráttur en í spá sjóðsins frá því 14. apríl.

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur sjóðsins, kynnti niðurstöðuna nýlega og sagði að þær miklu lokanir sem gripið var til í tengslum við faraldurinn hafi gert að verkum að hægt var að draga úr smiti og bjarga mannslífum en þetta hafi einnig valdið verstu efnahagskreppunni á heimsvísu síðan í kreppunni miklu á fjórða áratugnum.

Kína er eina G20 ríkið sem væntir jákvæðs hagvaxtar á árinu og því næsta. Rúmlega 75% þeirra landa sem hafa gripið til lokana vegna faraldursins eru nú að opna á nýjan leik en á sama tíma færist faraldurinn í aukana í vanþróuðum ríkjum og iðnríkjum. Þetta telur sjóðurinn vera mestu ógnina í dag.

Gopinath sagði einnig að þar til læknisfræðileg lausn finnist sé mjög óvíst hvernig þróun efnahagslífs verður sem og að þróunin í einstökum greinum og löndum verði einnig mjög ójöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða