fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Spáir því að herinn verði að bera Trump út úr Hvíta húsinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 22:00

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, sem etur kappi við Donald Trump um forsetaembættið í Bandaríkjunum, óttast að Trump reyni að „stela“ kosningunum eða neiti einfaldlega að yfirgefa Hvíta húsið ef hann tapar. Varaforsetinn fyrrverandi spáir því að ef svo fer þá muni herinn einfaldlega bera Trump nauðugan út.

Þetta sagði Biden í spjallþættinum „The Daily Show.

„Mesta áhyggjuefni mitt er að þessi forseti muni reyna að stela kosningunum.“

Sagði Biden meðal annars.

Trump hefur aldrei gefið í skyn að hann munu fresta kosningunum, sem hann getur ekki gert að sögn sérfræðinga því stjórnarskráin er mjög skýr hvað varðar tímasetningu þeirra, eða neita að yfirgefa Hvíta húsið ef hann tapar.

Biden studdi mál sitt með að benda á að Trump hefur lýst andstöðu við að leyfa kjósendum að kjósa utan kjörfundar og hefur margoft sagt að hann sé sannfærður um að það leiði til kosningasvindls. Biden benti á að Trump kýs sjálfur utankjörstaða.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden hefur lýst yfir áhyggjum af að Trump muni reyna að „stela kosningunum“ á einn eða annan hátt. Hann sagðist hafa hugleitt hvað myndi gerast ef Trump tapar og neitar að yfirgefa Hvíta húsið.

„Ég er algjörlega sannfærður um að þeir (herinn, innskot blaðamanns) munu þá bera hann út úr Hvíta húsinu.“

Tim Murtaugh, fjölmiðlafulltrúi kosningaframboðs Trump svaraði þessu á fimmtudaginn og sagði þetta bara vera enn eina heiladauða samsæriskenninguna frá Biden sem reyni að grafa undan kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim