fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Sat í fangelsi í 20 ár fyrir morð – Síðan játaði annar maður morðið á sig

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 1988 var 13 ára stúlku nauðgað og síðan myrt í rúminu sínu í Hwaseong í Suður-Kóreu. Um ári síðar handtók lögreglan 22 ára mann og yfirheyrði vegna morðsins. Hann var yfirheyrður í þrjá daga, fékk ekki að sofa, varla nokkurn mat og að lokum bugaðist hann og játaði morðið á sig.

Vandinn var hins vegar sá að maðurinn hafði ekki verið að verki. CNN skýrir frá þessu. Hann bugaðist undan þrýstingi lögreglunnar og fann sig knúinn til að játa ódæðisverkið á sig til að yfirheyrslurnar tækju enda. Í lok síðasta árs játaði síðan annar maður að hafa myrt stúlkuna. Saklausi maðurinn var dæmdur í 20 ára fangelsi og hafði lokið afplánun þegar hinn maðurinn játaði morðið á sig.

CNN segir að allt hafi þetta hafist í byrjun níunda áratugarins í Hwaseong þegar konur, ungar sem gamlar, voru myrtar. Ekki tókst að finna morðingjann. Fyrrnefnd stúlka var áttunda fórnarlambið í því sem hefur verið nefnt „morðin í Hwaseong“.

Eins og DV skýrði frá í gær telur lögreglan sig nú hafa upplýst flest morðanna. Þau játaði Lee Chun-jae á sig. Lífsýni úr honum fundust á þremur kvennanna. Hann situr nú þegar í fangelsi og afplánar lífstíðarfangelsisdóm fyrir að hafa nauðgað og myrt mágkonu sína 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Í gær

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands