fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Pressan

Þetta gerir Trump þegar honum finnst sér vera ógnað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 20:15

Mun Trump bíða afhroð?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðjum COVID-19 faraldri gefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sér enn tíma til að ráðast harkalega á valdamiklar konur. Síðustu daga hafa helstu óvinir hans úr röðum kvenna verið Nancy Pelosi demókrati og formaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings,  Gretchen Whitmer ríkisstjóri í Michigan og Mary Barra forstjóri General Motors.

„Þegar forsetanum finnst sér vera ógnað ræðst hann alltaf á þann sem hann telur vera mest veikburða af þeim sem eru viðstaddir. Það eru oft konur.“

Sagði Jessica McIntosh, aðalráðgjafi hjá demókrataflokknum, í samtali við New York Times.

„Þú veist að þú ert að gera eitthvað rétt þegar Trump ræðst á þig með fúkyrðum. Það gerir forsetinn bara þegar honum finnst að sér þrengt.“

Hefur Pelosi sagt um þessi viðbrögð forsetans en hún hefur orðið fyrir ófáum árásum frá honum. Nú síðast beindi hann spjótum sínum að henni og sagði hana vera „sick puppy“.

Nancy Pelosi.

Gretchen Whitmer virðist hafa lent í skotlínu Trump því hún sýndi að hans mati ekki nægilegt þakklæti fyrir þá aðstoð sem Michigan hefur fengið frá alríkisstjórninni. Af þeim sökum hefur Trump ítrekað ráðist að henni og vísað til hennar sem „þessarar þarna konu frá Michigan“. Þegar hann notaði loks nafn hennar á Twitter skrifaði hann „half“ fyrir framan eftirnafn hennar þannig að þar stóð „half-Whitmer“ sem má útleggja sem „hálfur heili“ á íslensku.

Það fór einnig illa í Trump að General Motors bílaframleiðandinn brást að hans mati ekki nægilega hratt við hvatningu hans um að hefja framleiðslu á öndunarvélum. Hann réðst því á Mary Barra, forstjóra fyrirtækisins, á Twitter þar sem hann sagði hlutina alltaf fara úr skorðum þegar hún eigi hlut að máli.

Trump hefur einnig sagt Carmen Yulín Cruz Soto, borgarstjóra í San Juan, vera „illgjarna“ og Mazie Horono, öldungardeildarþingkonu frá Hawai, hefur hann sagt vera „óhæfa“. Alexandra Ocasio-Cortez, þingkona í fulltrúadeildinni og ein skærasta stjarna demókrata, er honum einnig mikill þyrnir í augum og hefur hann til dæmis sagt hana vera „viðbjóðslega“ og „til skammar“.

Pelosi lét Trump heyra það um helgina og sagði að á meðan hann viti ekki hvernig á að taka á COVID-19 faraldrinum deyi fólk. Þetta fór illa í Trump en það hafði engin áhrif á Pelosi.

„Í hreinskilni sagt lít ég á þetta sem hrós. Barnalegar árásir forsetans styrkja mig. Aðrar konur ættu að taka þessu þannig. Það eru bara aumir menn sem ráðast á konur.“

Sagði hún í samtali við Los Angeles Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Honum var rænt fyrir 32 árum – Fyrir 12 dögum kom símtalið

Honum var rænt fyrir 32 árum – Fyrir 12 dögum kom símtalið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi sjálfsmynd sendi hann beint í fangelsi – Sérð þú af hverju?

Þessi sjálfsmynd sendi hann beint í fangelsi – Sérð þú af hverju?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir þriðju hlutar trúaðra Bandaríkjamanna telja COVID-19 vera skilaboð frá guði

Tveir þriðju hlutar trúaðra Bandaríkjamanna telja COVID-19 vera skilaboð frá guði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík fjölbragðaglímustjörnu fannst á strönd – Sorgleg baksaga – „Bjargaðu syni mínum“

Lík fjölbragðaglímustjörnu fannst á strönd – Sorgleg baksaga – „Bjargaðu syni mínum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagður hafa fyrirfarið sér 1988 – Málið hefur tekið nýja stefnu

Sagður hafa fyrirfarið sér 1988 – Málið hefur tekið nýja stefnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja öfgahægrimenn standa á bak við mótmæli gegn kórónuveirulokunum

Segja öfgahægrimenn standa á bak við mótmæli gegn kórónuveirulokunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópska lyfjastofnunin samþykkir hugsanlega lyf gegn COVID-19 í vikunni

Evrópska lyfjastofnunin samþykkir hugsanlega lyf gegn COVID-19 í vikunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segir að hugsanlega þurfi ekki bóluefni gegn kórónuveirunni

Segir að hugsanlega þurfi ekki bóluefni gegn kórónuveirunni