fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Pressan

Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 07:01

Donald Trump Bandaríkjaforseti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tröllatrú á sjálfum sér og telur sig vita margt miklu betur en allir aðrir. Þetta kom greinilega í ljós á fréttamannafundi á mánudaginn. Þá spurði Yamiche Alcindor, fréttamaður PBS NewsHour, Trump af hverju ekki væru tekin jafn mörg sýni í Bandaríkjunum og í Suður-Kóreu í tengslum við COVID-19 faraldurinn.

Trump gaf þá til kynna að Alcindor vissi lítið um Suður-Kóreu og hældi sjálfum sér:

„Ég veit meira um Suður-Kóreu en nokkur annar.“

Sagði hann og bætti við:

„Þetta er mjög þétt – veistu hversu margir búa í Seoul? Veistu hversu stór borg Seoul er? 38 milljónir manna. Það er stærra en nokkur borg hér.“

En þarna fór Trump með rangt mál, ekki í fyrsta sinn, því samkvæmt opinberum tölum búa rétt rúmlega 10 milljónir í Seoul.

Á Stór-Seoul svæðinu búa um 25 milljónir manna en í heildina eru íbúar í Suður-Kóreu um 51 milljón.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump verður á hvað varðar landafræði. Hann sagði eitt sinn að Belgía væri „falleg borg“ en eins og allir vita er Belgía heilt land. Honum hefur einnig tekist að rugla Eystrasaltsríkjunum þremur við Balkanskagaríkin. Hann sakaði Eistland, Lettland og Litáen um að hafa komið stríðinu af stað sem varð til þess að Júgóslavía leystist upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Portúgal hættir að taka við sorpi frá öðrum Evrópuríkjum

Portúgal hættir að taka við sorpi frá öðrum Evrópuríkjum
Fyrir 3 dögum

Hreðavatn kraumaði af fiski í gærkveldi

Hreðavatn kraumaði af fiski í gærkveldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi sjálfsmynd sendi hann beint í fangelsi – Sérð þú af hverju?

Þessi sjálfsmynd sendi hann beint í fangelsi – Sérð þú af hverju?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta hafið dreifingu bóluefnis gegn COVID-19 í september

Geta hafið dreifingu bóluefnis gegn COVID-19 í september