fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
Pressan

Sérfræðingar segja að minkabú séu gróðrarstía stökkbreytinga hjá kórónuveirum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 18:30

Minkar í dönsku minkabúi. Mynd: EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana takast danskir stjórnmálamenn og lögspekingar á um hvort ríkisstjórninni sé heimilt að láta aflífa alla minka í minkabúum landsins til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Fundist hefur stökkbreytt afbrigði af veirunni sem barst í fólk frá minkum og er óttast að þetta afbrigði sé ónæmt fyrir þeim bóluefnum sem verið er að þróa gegn veirunni.

Í heildina þarf að lóga 15 til 18 milljónum minka í Danmörku. Stjórnmálamenn og lögspekingar eru ekki á einu máli um þörfina á því að dýrunum verði lógað eða hvort það sé yfirhöfuð löglegt. En heilbrigðissérfræðingar eru ekki í neinum vafa, aflífa þarf minkana.

Þetta kemur fram í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið. Þar segir að sérfræðingarnir taki undir áhyggjur dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar af málinu. Einn þessara sérfræðinga er Jan Pravsgaard Christensen hjá ónæmis- og örverufræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Hann segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar rétta.

„Ef til verður stökkbreytt afbrigði, sem getur lifað af af því að bóluefnið virkar ekki á það, eigum við á hættu að veiran breiðist út til fjölda fólks án þess að við eigum svar við því,“ sagði hann og lagði áherslu á að veirur séu sífellt að breyta sér og stökkbreytast.

„Þegar veiran barst til Evrópu frá Kína sáum við að hún breyttist og þannig er það. Vandamálið með alla þessa minka er að þeir eru mjög áhrifaríkur drifkraftur hvað varðar stökkbreytingar og útbreiðslu stökkbreyttrar veiru. Af þeirri ástæðu verðum við að stöðva fæðukeðjuna,“ sagði Pravsgaard.

Christian Wejse, læknir og lektor á háskólasjúkrahúsinu í Árósum, er sama sinnis og segir engan vafa leika á því út frá heilbrigðissjónarmiðum að rétt sé að aflífa alla minkana. Hann sagði að það skipti engu máli þótt umrætt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki fundist í fólki síðan í september, vandamálið sé að minkabú séu „stökkbreytingaverksmiðjur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívan undirbýr sig undir stríð

Taívan undirbýr sig undir stríð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hnefaleikakappi ákærður fyrir hrottalegt morð á óléttri ástkonu sinni

Hnefaleikakappi ákærður fyrir hrottalegt morð á óléttri ástkonu sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum

9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár sprengingar í Malmö í nótt

Þrjár sprengingar í Malmö í nótt