fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Pressan

Prófessor hefur ekki trú á kórónuveiruaðgerðunum – „Þetta byggir á draumum um kraftaverk“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 06:55

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við þurfum að láta fleiri smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og slaka á þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í baráttunni við veiruna. Auk þess eigum við að huga betur að eldra fólki og verja það fyrir veirunni.

Þetta er skoðun Christine Stabell Benn, prófessors í alþjóðaheilbrigðisfræðum við Syddansk háskólann í Danmörku.

Í grein, sem hún birti á LinkedIn, varpar hún fram hugmyndum um öðruvísi aðgerðir í tengslum við heimsfaraldurinn og veltir upp spurningu um hvort núverandi aðgerðir séu rétta leiðin.

„Ég tel að við eigum að passa betur upp á eldra fólk. Það eigum við að gera með því að taka oftar sýni úr starfsfólki á sjúkrahúsum og dvalarheimilum. Til dæmis aðra hverja viku.“

Segir hún og fjallar síðan um að þegar mjög lítið af veirunni finnst í sýnum, sem eru tekin úr hálsi fólks, eigi ekki að taka sýni úr þeim sem hafa umgengist viðkomandi.

„Því þeir sem eru með mjög lítið af veirunni eru ekki mjög líklegir til að smita aðra,“

sagði hún í samtali við B.T. Hún sagðist einnig telja að ef þeir sem eru með „mjög lítið af veirunni“ séu ekki sagðir hafa greinst jákvæðir með veiruna þá verði einnig auðveldara að hafa uppi á svokölluðum „ofursmiturum“.

„Við eigum að mjaka okkur að taktík þar sem við getum hægt og rólega færst nær hjarðónæmi,“

sagði hún.

„Þeim mun fleiri sem fá veiruna, þeim mun öruggara er það fyrir þá sem ekki hafa fengið hana. Samfélagið verður líka öruggara með hverjum þeim sem smitast. Á þann hátt eigum við að gleðjast yfir hverju nýju smiti. Það er greinilegt að veiran skilur eftir sig ónæmi að ákveðnu marki. Nú hefur faraldurinn herjað í sjö mánuði og á heimsvísu hafa 40 milljónir smitast og mjög fáir hafa smitast tvisvar.“

Hún er gagnrýnin á þá stefnu sem dönsk stjórnvöld hafa tekið varðandi heimsfaraldurinn en hún gengur út á að reyna að hemja útbreiðsluna eins og hægt er þar til bóluefni verður tilbúið. Íslensk yfirvöld hafa tekið sömu stefnu og það hafa stjórnvöld víðast hvar einnig gert.

„Ég tel að þessi taktík, sem er notuð núna, byggi á draumum um kraftaverk. Við vitum ekki hvort við fáum bóluefni og við vitum ekki hversu langur tími líður þar til það kemur kannski. Bóluefnið verður einnig svo óþekkt að mér finnst ekki verjanlegt að við gefum börnum og ungmennum, sem ekki veikjast alvarlega af COVID-19, það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína sem vildi ekki stunda kynlíf með henni

Dæmd í fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína sem vildi ekki stunda kynlíf með henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elísabet II gæðastimplar vörur frá stærsta kynlífsleiktækjaframleiðanda Bretlands

Elísabet II gæðastimplar vörur frá stærsta kynlífsleiktækjaframleiðanda Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvarf flugs MH370

Nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvarf flugs MH370
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Biden vill fullbólusetja 160 milljónir Bandaríkjamanna fyrir 4. júlí

Biden vill fullbólusetja 160 milljónir Bandaríkjamanna fyrir 4. júlí
Pressan
Fyrir 4 dögum

9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum

9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum