fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Pressan

Tveggja barna móðir tók einn sopa af bjór – Lést skömmu síðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 05:34

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok ágúst var sænsk kona á þrítugsaldri í samkvæmi í heimahúsi í Stokkhólmi. Þar voru góðir vinir, bjór og tónlist og því um gott laugardagskvöld að ræða. En allt tók þetta snöggan enda fyrir konuna þegar hún tók einn sopa af bjór.

Samkvæmt frétt Expressen þá var konunni boðinn bjór sem hún þáði. Hún tók við flöskunni, opnaði hana og tók sopa. Það varð henni að bana.

Þegar konan tók sopann skyrpti hún honum strax út og sagði nærstöddum að bjórinn væri hræðilegur á bragðið. Hún fór því næst inn á salerni til að skola munninn en skömmu síðar missti hún meðvitund og komst aldrei aftur til meðvitundar.

Rannsókn leiddi í ljós að bjórinn hafði ekki verið keyptur í búð, honum hafði verið stolið á lögreglustöð, úr geymslu þar sem haldlagðir munir eru geymdir. Starfsmaður á lögreglustöðinni fékk flöskuna hjá vinnufélaga sínum og tók hana með í samkvæmið. Síðan fékk konan sér sopa úr henni.

Það var ekki bjór í flöskunni heldur amfetamínbasi sem er grunnefni við amfetamínframleiðslu.

Konan var strax flutt á Södersjúkrahúsið í Stokkhólmi og sett í öndunarvél. Tveimur dögum síðar var slökkt á öndunarvélinni því læknar gátu ekki gert neitt meira fyrir hana.

Konan stundaði hjúkrunarfræðinám og lætur eftir sig tvær dætur, sjö og níu ára.

Málið er nú til rannsóknar hjá eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar því starfsmenn lögreglunnar eru grunaðir um afbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dönsk kona dæmd í fangelsi fyrir að skilja barn eftir í Úganda

Dönsk kona dæmd í fangelsi fyrir að skilja barn eftir í Úganda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hæstiréttur Bandaríkjanna fellir Covid-19 reglur úr gildi – Munaði um Ruth Bader Ginsburg

Hæstiréttur Bandaríkjanna fellir Covid-19 reglur úr gildi – Munaði um Ruth Bader Ginsburg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þyrluflugmenn fundu dularfullan hlut í miðri eyðimörkinni

Þyrluflugmenn fundu dularfullan hlut í miðri eyðimörkinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“