fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þess vegna vill fólk ekki að aðrir sjái það stunda kynlíf

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 05:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kjósa að stunda kynlíf í einrúmi með kynlífsfélaga sínum hverju sinni, það eru auðvitað undantekningar á þessu en þær eru líklegast ekki margar. En af hverju vill fólk almenn stunda kynlíf í einrúmi?

Þessu reyndu vísindamenn nýlega að svara. Hópur, undir stjórn Yitzchak Ben Mocha mannfræðings við háskólann í Zürich, fór í gegnum gögn frá 4.572 manns um kynlíf. Fólkið kom frá mismunandi menningarheimum. Skýrt var frá þessu á vef phys.org.

Þau svör voru flokkuð frá sem töldust víkja frá norminu, þar má nefna svör fólks sem vinnur í klámiðnaðinum og þar sem sifjaspell komu við sögu.

Niðustaðan er að í nær öllum menningarheimum stundar fólk það sem kalla má einkakynlíf, það er kynlíf í einrúmi án áhorfenda. Það sama á við um þá sem eru á stöðum þar sem nær útilokað er að stunda kynlíf án truflunar.

Rannsóknin náði einnig til dýra. Niðurstaðan var að vísindamennirnir fundu aðeins eina dýrategund sem fer afsíðis til að makast. Það eru fuglar af tegundinni Arabian babbler. Ekki er vitað af hverju þeir fara afsíðis þegar kemur að því að makast.

Niðurstaða rannsóknarinnar er því að það eru aðeins tvær tegundir sem kjósa að makast í einrúmi, menn og Arabian babbler.

Mocha telur að ástæðan fyrir þessu hjá mönnum geti hugsanlega verið að karlar hafi á sínum tíma viljað koma í veg fyrir að aðrir karlar örvuðust við að sjá konuna af ótta við að þá myndu þeir reyna að stela henni. Kynlíf í einrúmi hafi hugsanlega þýtt að karlar gátu haft stjórn á kynlífsfélaganum en samt sem áður gátu þau bæði verið innan um annað fólk að kynlífi loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?