fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Pressan

WHO segir að kórónuveiran hverfi jafnvel aldrei

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 07:00

Mike Ryan. EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Ryan, yfirmaður viðbragðsdeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, segir að ekki sé öruggt að kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, muni hverfa þótt það takist að búa til bóluefni gegn henni. Hann segir að heimsbyggðin eigi enn mjög langt í land með að ná stjórn á veirunni.

Hann segir að þrátt fyrir að mörg ríki séu nú farin að taka skref í átt að venjulegu lífi séu enn margar hættur varðandi COVID-19 á veginum, bæði innanlands sem utan.

„Það sem við óttumst er slæm hringrás, sem veldur hörmulegri þróun í heilbrigðiskerfinu og efnahagskerfinu, ef hömlum er aflétt og ný smit uppgötvast ekki.“

Sagði hann á fréttamannafundi í gær. Hann sagði að það þurfi að ná „mjög mikilli stjórn“ á veirunni ef lækka á núverandi áhættumat.

Rúmlega 4 milljónir smita hafa verið staðfest um allan heim og rúmlega 291.000 hafa látist af völdum veirunnar. Yfirvöld víða um heim reyna nú að finna jafnvægi sem gerir þeim kleift að létta á þeim takmörkunum sem hafa verið settar á þjóðlífið en um leið hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar.

Ryan sagði að bóluefni væri ekki trygging fyrir að það takist að sigra COVID-19. Veiran geti haldið áfram að vera í umferð upp að vissu marki.

„Kannski hverfur veiran aldrei.“

Sagði hann í gær og benti á að hægt sé að hafa stjórn á veirum og sjúkdómum, jafnvel þótt bóluefni sé ekki til, eins og sé tilfellið með HIV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta heppnasti maður í heimi? Vann 555 milljónir á skafmiða í annað sinn

Er þetta heppnasti maður í heimi? Vann 555 milljónir á skafmiða í annað sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

British Airways segir 350 flugmönnum upp störfum

British Airways segir 350 flugmönnum upp störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fengu óhugnanleg skilaboð á pizzunni sinni

Fengu óhugnanleg skilaboð á pizzunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum