fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020

WHO

WHO reiknar með næstum eðlilegum heimi 2021

WHO reiknar með næstum eðlilegum heimi 2021

Pressan
Í gær

Jólin í ár verða að öllum líkindum ekki eins og fólk á að venjast og vill hafa þau að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. En stofnunin horfir bjartsýn á næsta ár og segir mjög góðar líkur á að einhvern tímann á árinu 2021 verði ástandið í heiminum nærri því að líkjast því sem það var fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar, Lesa meira

Sérfræðingur hjá WHO varar við efasemdum um bólusetningar

Sérfræðingur hjá WHO varar við efasemdum um bólusetningar

Pressan
Fyrir 1 viku

Kate O‘Brien, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, varar við efasemdum um bóluefni og bólusetningar og segir að þær geti grafið undan baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hún segir að þrátt fyrir að vinnan við þróun bóluefna sé á góðri leið þá geti opinberar efasemdir um bóluefnin og bólusetningar orðið til þess að þessi vinna verði fyrir gýg. Þetta sagði Lesa meira

WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni

WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni

Pressan
28.10.2020

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. WHO segir að Evrópuríki þurfi að bæta mikið í. Þetta kom fram á fréttamannafundi WHO á mánudaginn en þar var meðal annars rætt um þá staðreynd að í fjölda Evrópuríkja hafa met, hvað varðar fjölda daglegra smita, fallið hvert á fætur öðru að undanförnu. Á Spáni og í Frakklandi Lesa meira

Sérfræðingur hjá WHO – Þetta er bara byrjunin á heimsfaraldrinum

Sérfræðingur hjá WHO – Þetta er bara byrjunin á heimsfaraldrinum

Pressan
16.09.2020

Heimsfaraldur kórónuveirunnar er enn á byrjunarstigi og er miklu verri en heimsfaraldrar sem er fjallað um í vísindaskáldsögum. Við höfum bara séð byrjunina. Þetta sagði Dr. David Nabarro, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO í COVID-19, um heimsfaraldur kórónuveirunnar þegar hann ræddi við utanríkismálanefnd breska þingsins í gær. The Guardian skýrir frá þessu. „Þetta er miklu verra en í vísindaskáldsögum um heimsfaraldra. Þetta er Lesa meira

WHO varar Evrópuríki við – Erfitt haust og vetur í aðsigi

WHO varar Evrópuríki við – Erfitt haust og vetur í aðsigi

Pressan
15.09.2020

Um helgina var sett leiðinlegt met hvað varðar fjölda kórónuveirusmita á einum sólarhring.  Frá laugardegi til sunnudags voru 307.930 smit staðfest í heiminum og hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Í gær sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO frá sér aðvörun til Evrópuríkja vegna faraldursins. Segir stofnunin að erfitt verði að halda aftur af útbreiðslu veirunnar næstu mánuði og vænta megi Lesa meira

Bandaríkin taka ekki þátt í alþjóðlegu samstarfi um bóluefni gegn kórónuveirunni

Bandaríkin taka ekki þátt í alþjóðlegu samstarfi um bóluefni gegn kórónuveirunni

Pressan
03.09.2020

Bandaríkin ætla ekki að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi rúmlega 170 ríkja varðandi bóluefni gegn kórónuveirunni. Ríkin ætla að deila bóluefninu til að tryggja að sem flestir jarðarbúar fái aðgang að því. Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að Bandaríkin vilji ekki láta spillt Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO stjórna sínum málum. Þess í stað muni Bandaríkin Lesa meira

Kínverjar tilkynntu WHO ekki um kórónuveiruna sem veldur COVID-19

Kínverjar tilkynntu WHO ekki um kórónuveiruna sem veldur COVID-19

Pressan
12.07.2020

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur margoft sagt að stofnunin hafi fengið tilkynningu frá Kína í desember um nýja kórónuveiru, veiruna sem veldur yfirstandandi heimsfaraldri. Þetta er rétt að vissu leyti því tilkynning barst til höfuðstöðva WHO frá útibúi WHO í Kína. Starfsfólk þar hafði sjálft komist á snoðir um tilvist veirunnar við lestur á kínverskri heimasíðu. Kínversk Lesa meira

200 vísindamenn reyna að ná eyrum WHO – Kórónuveiran getur svifið lengi í loftinu

200 vísindamenn reyna að ná eyrum WHO – Kórónuveiran getur svifið lengi í loftinu

Pressan
06.07.2020

Örsmáir dropar leika stórt hlutverk í útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Þessir dropar geta svifið mjög lengi í loftinu en þeir eru svo litlir að þeir sjást ekki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur hins vegar ekki að þessir dropar skipti miklu máli. Rúmlega 200 vísindamenn telja að WHO hunsi hættuna á útbreiðslu kórónuveirunnar með þessum litlu dropum Lesa meira

WHO varar Evrópuríki við vegna fjölgunar kórónuveirusmita

WHO varar Evrópuríki við vegna fjölgunar kórónuveirusmita

Pressan
28.06.2020

Í ellefu Evrópuríkjum hefur kórónuveirufaraldurinn gosið upp á nýjan leik en í heildina hefur smitum fjölgað í 30 ríkjum að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Þetta er í fyrsta sinn vikum saman sem tilfellum hefur fjölgað í Evrópu en það gerist í kjölfar afléttinga takmarkana varðandi daglegt líf í mörgum ríkjum. BBC skýrir frá þessu. Í ellefu ríkjum, þar á meðal Lesa meira

WHO hrósar Finnum fyrir aðgerðir gegn reykingum

WHO hrósar Finnum fyrir aðgerðir gegn reykingum

Pressan
10.06.2020

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hrósar Finnum fyrir árangur þeirra í baráttunni gegn reykingum. Þarlendum yfirvöldum hefur tekist að takmarka vöxt rafrettureykinga og um leið hefur þeim sem reykja fækkað. WHO segir að Finnar hafi sýnt fram á að það sé hægt að mjakast nær reyklausu samfélagi án þess að fólk snúi sér að öðrum valkostum á borð Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af