fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022

WHO

Óvænt þróun í baráttunni gegn lömunarveiki

Óvænt þróun í baráttunni gegn lömunarveiki

Pressan
28.12.2021

Í maí 2020 sendi Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, frá sér fréttatilkynningu þar sem dapurleg mynd var dregin upp af baráttunni gegn lömunarveiki. Heimsfaraldur kórónuveirunnar var nýskollinn á og óttast var að baráttan gegn lömunarveiki myndi falla í skuggann af honum. „COVID-19 getur haft í för með sér að 2,4 milljónir barna deyi af völdum mislinga og lömunarveiki,“ sagði í fréttatilkynningunni. Lesa meira

WHO segir stöðuna hættulega og ótrygga

WHO segir stöðuna hættulega og ótrygga

Pressan
30.11.2021

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar dreifir sér nú hægt en örugglega um heiminn og á meðan bíður heimsbyggðin eftir svörum um hversu slæmt þetta afbrigði er og hvað það er sem við þurfum að takast á við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að heimurinn standi nú frammi fyrir hættulegri og ótryggi stöðu hvað varðar afbrigðið. Þetta kemur fram í aðvörun sem stofnunin sendi Lesa meira

WHO ætlar að rannsaka uppruna kórónuveirunnar á nýjan leik – Hugsanlega síðasta rannsóknin

WHO ætlar að rannsaka uppruna kórónuveirunnar á nýjan leik – Hugsanlega síðasta rannsóknin

Pressan
14.10.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett nýjan rannsóknarhóp á laggirnar til að rannsaka upptök kórónuveirunnar sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin. Þetta er hugsanlega síðasta tilraunin til að rannsaka þetta til að geta slegið því föstu hvaðan veiran kom. WHO sendi hóp sérfræðinga til Kína í febrúar til að rannsaka málið en segja má að engin ákveðin niðurstaða hafi fengist Lesa meira

WHO segir að 2050 verði 139 milljónir manna með vitglöp

WHO segir að 2050 verði 139 milljónir manna með vitglöp

Pressan
05.09.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að um miðja öldina verði 139 milljónir manna með vitglöp. Tíu prósent allra tilfella eru hjá fólki yngra en 65 ára. Nú eru um 55 milljónir manna með vitglöp að sögn WHO. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar. Fram kemur að 2030 verði fjöldinn kominn í 78 milljónir og 139 milljónir 2050. Ástæðan er Lesa meira

WHO spáir því að 236.000 Evrópubúar látist af völdum COVID-19 á næstu þremur mánuðum

WHO spáir því að 236.000 Evrópubúar látist af völdum COVID-19 á næstu þremur mánuðum

Pressan
31.08.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að vegna aukinnar útbreiðslu Deltaafbrigðis kórónuveirunnar og þeirrar staðreyndar að í mörgum Evrópuríkjum hafa of fáir látið bólusetja sig muni 236.000 Evrópubúar látast af völdum COVID-19 næstu þrjá mánuði. Stofnunin hefur miklar áhyggjur af aukningu smita í Evrópu. „Í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum í álfunni um 11%. Trúverðug spá bendir til þess að 236.000 látist Lesa meira

Sérfræðingur hjá WHO segir að heimsfaraldurinn gæti hafa átt upptök sín á rannsóknarstofu í Wuhan

Sérfræðingur hjá WHO segir að heimsfaraldurinn gæti hafa átt upptök sín á rannsóknarstofu í Wuhan

Pressan
13.08.2021

Peter Embarek, sem fór fyrir sérfræðingahópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem fór til Wuhan í Kína til að rannsaka upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar, telur hugsanlegt að faraldurinn hafi byrjað með að starfsmaður rannsóknarstofu þar í borg hafi verið bitinn af leðurblöku og hafi borið smitið með sér út af rannsóknarstofunni. Umrædd rannsóknarstofa hefur oft verið nefnd sem hugsanlegur upptakastaður faraldursins og eru bandarískar Lesa meira

WHO segir að bakslag sé komið í baráttuna við kórónuveiruna

WHO segir að bakslag sé komið í baráttuna við kórónuveiruna

Pressan
15.07.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að bakslag sé komið í baráttuna við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Ástæðan er að smitum og dauðsföllum fer nú fjölgandi á heimsvísu. Þetta gerist eftir níu vikna tímabil þar sem bæði smitum og dauðsföllum fór fækkandi. Á síðustu sjö dögum hefur smitum fjölgað um tíu prósent en um þrjár milljónir smita hafa greinst á þessum dögum. Lesa meira

WHO sendir frá sér aðvörun – Mun dreifast út um allan heim

WHO sendir frá sér aðvörun – Mun dreifast út um allan heim

Pressan
05.07.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sent frá sér aðvörun vegna hins smitandi Deltaafbrigðis kórónuveirunnar. Segir WHO að afbrigðið muni dreifast út um allan heim og valda miklum skaða ef fátæku ríkin fá ekki aðstoð við að bólusetja íbúana. Deltaafbrigðið hefur nú þegar fundist í 98 löndum og reiknað er með að innan fárra mánaða verði það útbreiddasta afbrigði veirunnar um allan Lesa meira

WHO segir að deltaafbrigði kórónuveirunnar sé í sókn í Evrópu og ekki hægt að slaka á

WHO segir að deltaafbrigði kórónuveirunnar sé í sókn í Evrópu og ekki hægt að slaka á

Pressan
11.06.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af sókn deltaafbrigðis kórónuveirunnar í Evrópu. Þetta er afbrigðið sem áður var kallað indverska afbrigðið. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fjöldi daglegra smita, sjúkrahúsinnlagna og dauðsfalla dregist stöðugt saman. Þetta hefur orðið til þess að fjölmörg Evrópuríki hafa slakað á sóttvarnaaðgerðum. „Í þessari viku hafa 36 af Lesa meira

WHO opnar heimsfaraldursmiðstöð í Berlín

WHO opnar heimsfaraldursmiðstöð í Berlín

Pressan
31.05.2021

Alþjóðheilbrigðismálastofnunin WHO ætlar að vera undir næsta heimsfaraldur búin og ætlar því að opna sérstaka heimsfaraldursmiðstöð í Berlín. Henni verður ætlað að miðla upplýsingum um nýjar veirur um leið og þær uppgötvast og sjá til þess að öll ríki heims fái upplýsingar um þær. Í yfirstandandi heimsfaraldri hafa stjórnvöld og alþjóðastofnanir, þar á meðal WHO, verði gagnrýnd fyrir að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af