fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Ný handtaka í máli Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. maí 2020 06:42

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan handtók í gærkvöldi mann um þrítugt í Osló. Hann er grunaður um aðild að hvarfi og morðinu á Anne-Elisabeth Hagen. VG skýrir frá þessu og segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í framhaldi af handtökunni.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn tengist Tom Hagen, eiginmanni Anne-Elisabeth, sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi hennar og jafnvel morði. Sá sem var handtekinn í gærkvöldi er sagður kunnáttumaður á sviði tölvutækni og rafmynta. Lausnargjalds var krafist fyrir Anne-Elisabeth, sem hvar í lok október 2018, og átti að greiða það í rafmynt.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið handtekinn fyrr en til stóð vegna úrskurðar Lögmannsréttarins í gær en hann úrskurðaði þá að Tom Hagen skuli látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan segir að grípa hafi þurft til handtökunnar til að koma í veg fyrir að sakargögnum væri spillt. Ekki sé útilokað að fleiri verði handteknir.

Úrskurður Lögmannsréttarins verður tekinn fyrir af Hæstarétti í dag en Hagen var ekki látinn laus í kjölfar úrskurðarins í gær þar sem lögreglan áfrýjaði honum strax til Hæstaréttar. Lögmannsrétturinn klofnaði í afstöðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið