fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Pressan
Sunnudaginn 6. júlí 2025 15:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að kaffidrykkja geti haft áhrif á öldrunarferli okkar. Það getur því skipt máli varðandi öldrunarferlið hvort fólk drekkur kaffi daglega.

Rannsóknin byggist á gögnum um rúmlega 47.000 konur. Meginniðurstaða hennar er að líkurnar á að eldast á heilbrigðan hátt eru 13% meiri hjá konunum sem drukku mest kaffi, um sjö bolla á dag, miðað við þær sem drukku minnst kaffi, um tvo bolla á dag). The New York Times skýrir frá þessu.

Það má segja að lengi hafi verið beðið eftir þessum niðurstöðum því rannsóknin hófst á áttunda áratugnum. Á nokkurra ára fresti svöruðu konurnar spurningum um mataræðið þeirra, sérstaklega neyslu á tei, kaffi og kóladrykkjum.

2016 var rannsakað hversu margar af konunum væru enn á lífi og hvort þær féllu undir skilgreiningu þeirra á „heilbrigðri öldrun“. Það átti við um rétt rúmlega 3700 þeirra. Þær voru sjötugar eða eldri og voru í góðu líkamlegu formi og andleg heilsa þeirra var einnig góð. Þær glímdu ekki við minnistap og voru lausar við 11 króníska sjúkdóma, þar á meðal krabbamein, sykursýki 2 og hjartasjúkdóma.

Vísindamennirnir fundu tengsl á milli koffínneyslu kvennanna, þegar þær voru 45 til 60 ára, og hversu líklegt var að þær myndu eldast á heilbrigðan hátt. Eins og fyrr segir var niðurstaðan að þær voru 13% líklegri til að eldast betur ef þær drukku um sjö kaffibolla á dag miðað við þær sem drukku tvo bolla. Tekið var tillit til annarra þátta, sem geta haft áhrif á öldrunarferlið, til dæmis hreyfingar og reykinga.

Engin tengsl fundust á milli heilbrigðs öldrunarferlis og neyslu á tei eða koffínlausu kaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 1 viku

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 1 viku

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir
Pressan
Fyrir 1 viku

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima