fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ný rannsókn – Fæðubótarefni geta verið heilsuspillandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 13:57

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólk vill fá nægilegt magn vítamína og steinefna þá á að fá það úr matnum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að fæðubótarefni, sem innihalda mikið af kalsíum og D-vítamíni, geti aukið líkurnar á krabbameini og ótímabærum dauða.

NBC News skýrir frá þessu. Fæðubótarefni hafa stundum verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki jákvæð áhrif á fólk. En það eru til undantekningar á því eins og flestu öðru. Þar má nefna D-vítamín sem fólki er ráðlagt að taka að vetrarlagi ef það fær ekki nægt sólarljós.

Nýja rannsóknin er bandarísk og tóku 27.000 manns þátt í henni. Í henni voru áhrif fæðubótarefna á borð við vítamín og steinefni rannsökuð. Það voru vísindamenn við Tufts háskólann sem gerðu hana. Niðurstaða þeirra er að nauðsynlegt sé að fá lífsnauðsynleg efni úr fæðunni.

Þeir komust einnig að þeirri niðurstöðu að A-vítamín, K-vítamín og magnesíum og zink draga úr líkunum á ótímabærum dauða. En það þarf að innbyrða þessi efni á náttúrulegan hátt úr fæðu.

„Það er mikilvægt að skilja hvernig efni eins og vítamín og steinefni virka í líkamanum. Gögn okkar sýna að það eru heilsubætandi áhrif af næringarefnum í matvælum sem maður fær einfaldlega ekki úr fæðubótarefnum.“

Segir Fang Fang Zhang, hjá Tufts háskólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu