fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Pressan

Ný og ótrúleg kenning um örlög flugs MH370 – Getur þetta staðist?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 06:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2014 hvarf flug MH370 frá Malaysian Airlines sporlaust á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Um borð voru 239 manns. Hvarfið er eitt það dularfyllsta í flugsögunni og fimm árum eftir hvarfið er lítið meira vitað um örlög vélarinnar en við upphaf rannsóknar málsins. Margar kenningar hafa verið settar fram um örlög vélarinnar og nú hefur ný kenning vakið athygli víða um heim.

Margir virðast nánast heillaðir af málinu og þeirri miklu dulúð sem umlykur það. Meðal þeirra er Jeff Wise sem hefur skrifað bókina „The Plane That Wasn‘t There“ (Flugvélin sem var ekki þar). Hann segir að flugvélinni hafi verið lent, henni hafi verið snúið við eða hafi flogið í hringi á ákveðnum tímapunkti. Hann hallast einna helst að því að henni hafi verið lent.

Tíminn sem hann er að tala um er 1 klukkustund og 13 mínútur. Á þessum tíma var slökkt á gervihnattasambandi flugvélarinnar. Í samtali við Daily Express sagði hann að stóra spurningin sé hvað gerðist á þessum 73 mínútum á meðan slökkt var á gervihnattasambandinu.

Hann telur ekki útilokað að vélinni hafi verið lent og síðan hafi henni verið flogið af stað á nýjan leik.

„Þegar maður skoðað gervihnattamyndir af fluginu sést að slökkt var á gervihnattakerfinu og síðan kveikt aftur á því.“

Segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna
Pressan
Í gær

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana