fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Þurrkar ógna ferðamannastöðum og viðkvæmum hagkerfum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 20:45

Viktoríufossar eru ótrúlegt náttúruundur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langvarandi þurrkar í sunnanverðri Afríku hafa valdið því að fjöldi fíla hefur drepist og hungursneyð er yfirvofandi í ríkjunum við Victoria Falls (Viktoríufossa) en þeir eru í Sambesíánni. Fossarnir eru meðal fegurstu náttúruperla heims að margra mati.

Fossinn er á landamærum Simbabve og Sambíu en hann er varla svipur hjá sjón í dag miðað við það sem áður er, svo mikið hefur vatnsmagnið í honum minnkað. Ástæðan eru miklir þurrkar sem hafa herjað á sunnanverða Afríku um langa hríð. The Times skýrir frá þessu.

Fram kemur að þurrkarnir hafi meðal annars haft áhrif á Mana Pools National Park sem er rúmlega 500 km norðaustan við Victoria Falls. Craig Chittenden, þjóðgarðsvörður, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Hitinn fari nú upp í allt að 51 gráðu og ekki sé stingandi strá eftir. Hann segist ekki lengur hafa tölu á hversu mörg dýr hafa drepist eða séu við dauðans dyr. Í október skýrðu yfirvöld frá því að 55 fílar hefðu drepist hið minnsta í þurrkunum.

Nýlega skrifaði David Beasley, formaður World Food Programme‘s á Twitter að hætta sé á að 45 milljónir manna í sunnanverðri Afríku þurfi að glíma við hungursneyð.

Hið litla vatnsrennsli í Sambesíánni hefur einnig áhrif á raforkuframleiðslu því Karibavirkjunin er í henni en hún sér milljónum íbúa í Simbabve og Sambíu fyrir rafmagni. Mthuli Ncube, fjármálaráðherra Simbabve, segir að staðan sé svo alvarleg að hætt sé við að það þurfi að loka fyrir rafmagnsframleiðsluna í virkjuninni.

Þurrkarnir, sem nú herja á þennan hluta Afríku, eru þeir verstu síðan 1981. Þetta hefur haft í för með sér miklar verðhækkanir á mat sem koma sér auðvitað illa fyrir fátæka íbúa. Forseti Sambíu, Edgar Lungu, segir ástandið mikið áhyggjuefni og margar alþjóðlegar hjálparstofnanir eru nú byrjaðar að ræða hvort hefja eigi hjálparstarf á svæðinu til að koma í veg fyrir hörmungar.

Við Victoria Falls hefur verið hætt að bjóða upp á flúðasiglingar og skoðunarferðir inn í regnskóginn. Bloomberg hefur eftir Godfrey Koti, talsmanni ferðamálayfirvalda í Simbabve, að þetta sé mikið áhyggjuefni og hætta sé á að margar af þeim ferðamannaperlum sem landið stæri sig af hverfi vegna loftslagsbreytinga og hnattrænnar hlýnunar ef ekkert verður að gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?