fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Stofnandi stærsta vogunarsjóðs heims útilokar ekki 70% skatt á þá ríkustu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. janúar 2019 17:30

Ray Dalio.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ray Dalio er stofnandi Bridgewater Associates, sem er stærsti vogunarsjóður heims, og þykir um margt umdeildur. Hann segir ekki útilokað að hugmyndir um 70% skatt á efnuðustu Bandaríkjamennina muni ná fram að ganga og nái fótfestu í stjórnmálaumræðunni.

Í samtali við Bloomberg sagði hann að í tengslum við að nú muni fara að draga úr hagvexti muni pólitískar hugmyndir blómstra sem og umræða um hvernig hægt verður að hafa áhrif á efnahagsstefnuna. Til dæmis muni umræða um 70% hátekjuskatt fá meira vægi.

Þessi ummæli hans féllu í kjölfar hugmynda Alexandria Ocasio-Cortez, hinnar ungu þingkonu demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en hún lagði fyrr í mánuðinum til að 70% skattur verður lagður á þá hæst launuðu. Hún þykir snjöll í notkun samfélagsmiðla og nær til fjölda fólks í gegnum þá. Hún er með fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum en Nancy Pelocy sem er leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni og um leið valdamesti demókratinn í dag.

Bridgewater Associates er stærsti vogunarsjóður heims og er þekktur fyrir „öfgafullt gegnsæi“. Til dæmis eru allir fundir innan fyrirtækisins teknir upp á myndbönd sem eru síðan aðgengileg fyrir alla starfsmenn.

Warren Buffett, einn ríkasti maður heims, hefur einnig látið hafa eftir sér að þeir efnamestu þurfi að greiða hærri skatta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi