fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Góður árangur í friðarviðræðum Bandaríkjanna og Talibana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 08:20

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talibana funduðu í Katar í síðustu viku um hugsanlegan friðarsamning sem er ætlað að binda enda á átökin í Afganistan. Góður árangur náðist í viðræðunum og hafa aðilarnir náð „samningi um grundvallaratriði“. Þetta vekur upp vonir um að hægt verði að binda endi á rúmlega 17 ára borgarastyrjöld í landinu.

Sky skýrir frá þessu og segir að Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hafi fullvissað landsmenn um að réttindi þeirra verði ekki fyrir borð borin í hugsanlegum friðarsamningi við Talibana. Liðsmenn Talibana hafa verið iðnir við árásir á afganska hermenn undanfarið og hafa þær verið nær daglegt brauð.

Zalmay Khalilzad, sendifulltrúi Bandaríkjanna, segir að drög að samningi, „sem á enn eftir að útfæra nánar“ innihaldi ákvæði um að Talibanar ábyrgist að Afganistan verði ekki notað „sem miðstöð erlendra hryðjuverkamanna eða einstaklinga“. Hann segir einnig að ef samningar nást geti það orðið til að Bandaríkin kalli allar hersveitir sínar frá Afganistan ef vopnahlé kemst á og Talibanar hefja beinar viðræður við afgönsk stjórnvöld. Hann leggur þó áherslu á að margt sé enn ófrágengið áður en hægt verði að segja að samningar hafi náðst en hann telji óhætt að segja að þetta sé í fyrsta sinn sem góður árangur hefur náðst.

Ashraf Ghani hefur hvatt Talibana til að setjast að samningaborðinu með ríkisstjórn hans og „fylgja þannig kalli þjóðarinnar“ og hefja „alvöru viðræður“. Talibanar hafa fram að þessu neitað að ræða við Ghani og stjórn hans og segja hana ekkert annað en leppstjórn Bandaríkjanna.

Rúmlega 3.400 liðsmenn herafla Bandamanna hafa látist í átökunum í Afganistan frá 2001, þar af rúmlega 2.400 Bandaríkjamenn. Talið er að um 45.000 afganskir her- og lögreglumenn hafi látist á sama tíma.

Um 14.000 bandarískir hermenn eru nú í landinu en þeir eru hluti af her NATO þar en meginmarkmið hans er að þjálfa og aðstoða afganska herinn.

Talibanar réðu lögum og lofum í Afganistan frá 1996 til 2001 en þá réðst herlið Bandamanna, undir forystu Bandaríkjanna, inn í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. Talibanar hafa nú um helming landsins á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti
Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða