fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Maria notaði kynlíf sem vopn – „Ég get fengið þá til að gera það sem ég vil“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 08:19

Maria Butina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tæplega tveimur árum tókst hinni þrítugu Maria Butina að komast inn í efstu lög bandaríska repúblikanaflokksins og hinna áhrifamiklu hagsmunasamtaka National Rifle Association (NRA). Eina „vopn“ hennar á þessari vegferð hennar var kynlíf og góður skammtur af kvenlegum sjarma.

En það komst upp um hana að lokum og undanfarið hálft ár hefur hún setið bak við lás og slá í Washington D.C. en hún er grunuð um njósnir í þágu Rússa en hún er rússnesk. Hún hefur alla tíð neitað sök en á þriðjudaginn breytti hún alveg um stefnu og játaði sök og féllst á að vera samstarfsfús við rannsókn málsins. Kannski ekki að furða því hún á 15 ára fangelsi yfir höfði sér en fær væntanlega vægari refsingu ef hún er samstarfsfús.

The New York Times skýrir frá þessu.

Fyrir tveimur árum var Maria útnefnd heiðursfélagi í NRA en henni tókst að ná þessum árangri í samstarfi við rússneskan leiðbeinanda sinn, Alexander Torschin, sem er góður vinur Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Þau stofnuðu auk þess rússnesk systursamtök NRA.

Í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2016 hitti Maria ekki bara Donald Trump, verðandi forseta, heldur hitti hún einnig þekkta leiðtoga repúblikana og má þar nefna Scott Walker, Bobby Jindal og Rick Santorum. Þeir eru allir sagðir hafa fallið fyrir sjarma hennar og þeim mikla áhuga sem hún sýndi stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að bera skotvopn.

Maria Butina í fangafatnaði. Mynd: Alexandria’s Sheriff Office

The Washington Post segir að á leynilegum upptökum heyrst Maria stæra sig af að hafa stundað kynlíf með mörgum úr innsta hring repúblikanaflokksins. Það eru því fleiri en opinber unnusti hennar, Paul Erickson sem var kosningastjóri Mitt Romney, sem eru áhyggjufullir yfir komandi vitnisburði hennar.

„Allir karlar yfir sextugu eru eins og mjúkur leir í höndum mínum. Ég get fengið þá til að gera hvað sem og mótað þá eins og ég vil.“

Þetta skrifaði hún í tölvupósti sem hún sendi til Rússlands að sögn saksóknara í máli hennar. Ekki er vitað hversu mörg leyndarmál hún komst yfir en talið er að hún búi yfir mikilli vitneskju sem geta gert lífið erfitt fyrir marga í æðstu stöðum innan repúblikanaflokksins og NRA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi