fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Vegan ketó: Er það hægt? – Svona virkar það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. mars 2019 15:00

Vegan ketó, er það hægt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó-æðið er að tröllríða landinu. Lítið sem ekkert af kolvetni og nóg af fitu er mantra ketóliða og samanstendur mataræðið oftast allra helst af dýraafurðum eins og kjöti, smjöri, eggjum og rjómasósum.

Stundum hefur ketó verið stillt upp á móti veganisma, eins og ketó sé andstæðan við vegan. Það er vissulega eitthvað til í því, þar sem grænkerar borða engar dýraafurðir og fólk á ketó borðar mestmegins dýraafurðir. En það er samt sem áður ekki raunin. Ketó segir ekki beint til um hvað þú borðar heldur hvernig hlutföll af orkugjöfum þú borðar.

Meginreglan er sú að þú borðar ekki meira en 5 prósent kolvetni, um 15-20 prósent prótein og 75-80 prósent fitu.

Sumir grænkerar borða ketó og borða feitan mat úr plönturíkinu í staðinn úr dýraríkinu.

Vefsíðan Ruled.me hefur tekið saman yfirgripsmikinn leiðarvísir að vegan ketó mataræði.

Mynd: Ruled.me

Hér eru nokkur grunnatriði að vegan ketó mataræði.

Ekki borða:

Kornvörur eins og hveiti, brauð og hrísgrjón.

Baunir.

Sykur.

Rótargrænmeti eins og kartöflur og sætar kartöflur.

Ávexti eins og epli, banana og appelsínur.

Mynd: Ruled.me

Borðaðu:

Próteingjafa eins og tempeh, tófú og seitan.

Alls konar sveppi.

Dökkt laufargrænmeti eins og spínat og grænkál.

Lágkolvetnagrænmeti eins brokkolí, blómkál og kúrbít.

Jurtamjólkurvörur sem eru háar í fitu eins og ósætt kókosjógúrt, kókosrjóma og vegan ost.

Fræ og hnetur eins og möndlur, sólblómafræ og pistasíuhnetur.

Avókadó og ber eins og hindber og brómber. Ber skal þau neyta í takmörkuðu magni sökum kolvetnamagns.

Gerjaðan mat eins og súrkál og kim chi.

Sjávargrænmeti eins og söl og þara.

Lágkolvetna sætugjafi eins og stevíu og erýtrítól.

Aðrar fitur eins og kókoshnetuolía, ólífuolía, MCT olía og avakadó olía.

Vegan ketó máltíðir. Uppskriftirnar má finna neðst í greininni.

Vítamín

Ruled.me tekur einnig fram að gott sé fyrir ketó grænkera að taka inn vítamín eins og D vítamín, B12 og B, DHA og EPA, járn, sínk og tárín. Það ætti að vera auðveldlega hægt með einni fjölvítamín töflu og vegan omega töflum. Eða borða vel af til dæmis hörfræjum og chiafræjum til að fá nóg af omega.

Svona ferðu úr ketó í vegan ketó:

Mjólk fyrir kókosmjólk

Rjóma fyrir kókosrjóma

Smjöri fyrir smjörlíki, vegan smjör eða kókosolíu

Ost fyrir vegan ost

Rjómaost fyrir vegan rjómaost

Jógúrt fyrir einhvers konar hnetujógurt, eins og möndlujógúrt.

Til að skoða nánar hvern lið fyrir sig ýttu hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru níu gómsætar vegan ketó uppskriftir fyrir þig til að prófa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa