fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Matur

Ómótstæðilega ljúffengt nauta-carpaccio töfrað fram á augabragði

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 10:16

Þið getið töfrað fram þennan dásamlega rétt á augabragði, nauta-carpaccio með klettasalati og rifnum parmesan osti klikkar ekki. MYNDIR/AÐENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni ómótstæðilega ljúffengt nauta-carpaccio með ferskum rifnum parmesanosti sem hentar ótrúlega vel sem forréttur þegar von er á góðum gestum. Það er svo gaman að bera fram þennan forrétt því hann gleður bæði auga og munn. Þessi uppskrift kemur úr smiðju matarvefs DV og það tekur örskamma stund að útbúa réttinn og framreiða sem er mikill kostur þegar við erum í tímaþröng. Þá er einfaldleikinn kærkominn. Uppskriftin er sáraeinföld og hráefnislistinn er stuttur og laggóður.

Nauta-carpaccio

Fyrir 4

– 340 g nauta-carpaccio í sneiðum

– 1 poki/75 g klettasalat

– Jómfrúarolía eftir smekk

– Ferskur parmesanostur, rifinn, eftir smekk

– Gróft salt eftir smekk

– Fersku nýmalaður svartur pipar eftir smekk

– 1 stk. sítróna, kreistur safi

Takið til fjóra meðalstóra diska og raðið sneiðunum fallega í hring, um það bil 80 grömmum á hvern disk, dreifið smá jómfrúarolíu yfir hvern skammt. Síðan er sett hálf lúka af klettasalati sáldruð yfir hvern skammt eða eftir smekk hvers og eins. Muna að skola klettasalatið fyrir notkun og þerra með eldhúspappír. Það er líka hægt að blanda saman klettasalatinu og jómfrúarolíu og sáldra svo yfir. Síðan er parmesanostur rifinn yfir eftir smekk hvers, gott að hafa mikinn ost og kryddið til með grófum saltflögum og svörtum pipar. Gott getur verið að kreista smá sítrónusafa úr ferskri sítrónu yfir í lokin eftir smekk og hvers og eins. Berið fram á fallegan hátt og njótið.

Hægt er að kaupa tilbúið frosið nauta-carpaccio í sneiðum í Bónus sem er hrein snilld að nýta í þennan forrétt. Þessu er pakkað þannig að það eru 80 grömm í hverju lagi raðað á smjörpappír og 10 lög í hverjum kassa, þetta eru 800 grömm og kassinn er á sannkölluð Bónusverði. Þetta er snilldarvara og svo hentugt að geta bara tekið úr eitt og eitt lag í einu og látið þiðna þegar hentar. Hér notuðum við til að mynda fjögur lög úr kassanum, sem er fullkominn skammtur fyrir fjóra forrétti og á síðan til fyrir næstu forréttargleði í frystinum. Það er passlegt að nota eitt lag sem einn skammt á mann í forrétt. Allt hráefnið fæst í Bónus fyrir þetta ómótstæðilega ljúffenga forrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar
Matur
21.10.2023

Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu

Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk