fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Matur

Ómótstæðilega ljúffengar makkarónur með osti að hætti Nigellu

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 10:12

Hér er á ferðinni ómótstæðilega ljúffengur pastaréttur, makkarónur með osti sem gleðja bragðalaukana. MYND/LIS PARSON.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir elska makkarónur með osti og vita fátt betra að njóta þeirra. Hin seiðandi og ástríðumikla Nigella er hér með stuttu útgáfuna af þessum dásamlega rétti sem hún er búin að einfalda til muna með frábærri útkomu.

„Þetta er stuttan útgáfan, engin ostasósa, en hins vegar er dásamlega mikið af osti, eggjum og dósamjólk. Namm, namm,“segir Nigella.

Ljúffengur makkarónurréttur úr smiðju Nigellu sem makkarónuaðdáendur elska./Ljósmynd Lis Parson.

Makkarónur með osti að hætti Nigellu

250 makkarónur

250 g þroskaður Cheddar- eða rauður Leichesterostur eða blanda af báðum

250 ml dósamjólk

2 egg

nýmalað múskat eftir smekk

salt og pipar eftir smekk

Forhitið ofninn upp í 220°C. Sjóðið makkarónurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka, hellið af þeim og setjið aftur í heita pottinn. Á meðan makkarónurnar sjóða skal setja ostinn, dósamjólk, egg og múskat eftir smekk í matvinnsluvél og hræra. Annars má rífa ostinn og blanda öllu saman í höndunum. Hellið ostasósunni yfir makkarónurnar, hrærið vel og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Skellið blöndunni í fa sem er um það bil 25,5 á þvermál, gott að hafa það vítt og grunnt og bakið í mjög heitum ofni í 10 til 15 mínútur eða þangað til að rétturinn kraumar og er orðinn gullinbrúnn að ofan.

Ljúft að njóta inni í hlýjunni við kertaljós á köldum vetrardegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur
Matur
23.10.2023

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum
Matur
22.10.2023

Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu

Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu