Spænski kokkurinn David Muñoz, sem kosinn var besti kokkur heims tvö ár í röð, 2021 og 2022, hyggst nú bæta einstökum rétti á matseðil Michelin-veitingastaðarins DiverXO í Madríd.
Rétturinn kallast Shirako, er japanskur og inniheldur fiskisæði. Muñoz smakkaði réttinn hjá japanska kokkinum Hiro Sato nýlega og að eigin sögn heillaðist algjörlega af „ólýsanlegu“ bragði réttarins sem er unninn úr sæði ígulfisks. Úr verður hvítt eða bleikt mauk sem oftast er svo borið fram ofan á hrísgrjónum.
Veitingastaður Muñoz, DiverXO, er gríðarlega vinsæll og þekktur fyrir einstaka rétti.
Daily Mail greindi frá þessari nýjung á matseðlinum, en Kristín Sif og Þór Bæring ræddu málið í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.
View this post on Instagram