fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Matur

Norðurlöndin komu, sáu og sigruðu á Bocuse d’Or

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 23. janúar 2023 20:43

Úrslitin á Bocuse d’Or voru kunngjörð seinnipartinn í dag og það voru Danir sem báru sigur úr bítum með pomp og prakt. DV.is/Bocuse d’Or

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var um dýrðir í Lyon í dag á Bocuse d’Or og má með sanni segja að Norðurlöndin hafi verið sigursæl. Úrslit­in á Bocu­se d’Or voru kunn­gjörð seinnipartinn í dag og það voru Dan­ir sem báru sig­ur úr být­um. Í öðru sæti voru Norðmenn og Ung­verj­ar í því þriðja. Sví­ar tóku fjórða sæti, Frakk­ar í því fimmta, Finn­ar í sjötta sæti og Bret­ar í því sjö­unda. Íslend­ing­ar voru í átt­unda sæti og má því með sanni segja að Norður­landaþjóðirn­ar hafi farið á kostum í þess­ari keppni og séu í sérflokki þegar kemur að matargerðarlist.

Bocuse d´Or heimstmeistara keppni einstaklinga matreiðslu var haldin í Lyon í Frakklandi í gær og í dag. Sigurjón Bragi Geirsson keppti fyrir hönd Íslands í þessari virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or. Alls voru fulltrúar 24 þjóða að keppa, en þær þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu.

Sigurjón hreppti titilinn Kokkur Ársins 2019, náði 5. sæti í Bocuse d´Or Europe í Búdapest í október 2022. Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum hefur verið sent til Lyon. Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender.

Hér má sjá íslenska teymið sem fór út. en þetta eru Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Guðmundur Halldór Bender, Sigurjón Bragi Geirsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Dagur Hrafn Rúnarsson. Einnig fóru þeir Hinrik Örn Halldórsson og Egill Snær Birgisson sem vantar á myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum