Fyrr í sumar sögðum við frá því að þeir sem þekkja til breskrar sögu hefðu getað fundist það broslegt að Elísabet heitin Bretadrottning drakk að eigin sögn eitt glas af frönsku Bollinger kampavíni á hverju kvöldi áður en hún gengur til náða. Húmorinn felst í því að flest, bestu og glæsilegustu kampavínsmerkin koma frá Frakklandi. Samskipti bresku þjóðarinnar og Frakka hafa orðið oft verið stirð og erfið í gegnum aldirnar þó svo að þau séu sennilega með allra besta móti nú til dags. Bollinger hefur lengi verið í uppáhaldi bresku konungsfjölskyldunnar, Viktoría drottning veitti eiganda Bollinger vínhússins konunglegt umboð árið 1884. Hingað til eru aðeins átta kampavínshús vörumerki sem hafa fengið konunglega heimild.

Það er engum blöðum um það að flétta að Bollinger kampavínið hefur verið mikils metið í Buckingham höll í nokkrar kynslóðir. Í lok 19. aldar kynnti Ludwig Mentzendorff, vinur og umboðsmaður Jacques Bollinger, Viktoríu drottningu og fjölskyldu hennar fyrir stolti vínhússins. Hún kunni svo vel að meta það að hún veitti Jacques Bollinger hina afar virtu konunglegu heimild fyrst árið 1884. Árið 1885 veittu prinsinn af Wales og verðandi konungur Edward VII, sem kallaði „sitt“ uppáhalds kampavín „Bolly darling“ sem gæti útlagast sem Bolly elskan, konunglega heimild til Joseph Bollinger, sem var þar með heiðraður annað árið í röð. Í 130 ár hefur Bollinger verið heimilt að prýða flöskur sínar með konunglega skjaldarmerkinu, ásamt setningunni „Með skipun hennar hátignar“. Ábyrgð á ágæti og hollustu Bollinger má t.d. rekja til þess þegar að brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu fór fram, þá var árgangur sérmerktur þeim til heiðurs, hinum dýrmæta Bollinger R.D. 1973.

Um langa tíð hefur ástarsamband Bollinger og Bretlands verið eldheitt og átti það líka við Bretadrottninguna heitina. Englendingar dýrka Bollinger svo mikið að breski markaðurinn er leiðandi útflutningsmarkaður fyrir kampavínshúsið. Það er því vel skiljanlegt að breski leyniþjónustumaðurinn James Bond líkt og Elísabet heitin skuli falla fyrir silki mjúku Bollinger kampavíninu.

Kannski að það verði skálað í kampavíni á morgun til heiðurs Elísabetu Bretadrottningar þegar hún verður kvödd í hinsta sinn.