Hér er á ferðinni pylsa sem heyrir undir Nýjung meistarans vörulínunar sem er virkilega skemmtilegt verkefni sem segja má að sé afrakstur stöðugrar vöruþróunar þar sem stöðugt sem verið að þróa spennandi nýjungar fyrir viðskiptavini og koma þeim á óvart með nýjum brögðum og áferð.

Vörulínan virkar þannig að nýjar vörur eru eingöngu fáanlegar í ákveðinn tíma sem þýðir það auðvelt er að skipta um pylsu reglubundið og leyfa fólki að prófa eitthvað nýtt og spennandi.

Nýjasta pylsan þeirra er sögð kjötmikil og kröftug. Pylsan ber það frumlega nafn Mambó Ítalíanó og kjötmagnið í henni er 94% er það nafn með rentu. Pylsan er krydduð með cayennepipar, fellel og hvítl­auk. Pylsan fæst í flestum matvöruverslunum landsins og það er nokkuð ljóst að grillmeistarar landsins munu njóta þess að fá nýja pylsu á grillið enda njóta grillaðar pylsur mikllar vinsælda hjá landanum.