fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Matur

Avókadó hummus sem passar fullkomlega með frækexi

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 7. febrúar 2022 22:47

Nýbakað frækex með avókadó hummus er fullkomin samsetning á hollum og góðum bita. Myndir/Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver elskar ekki heimabakað fræhrökkbrauð? Það hreinlega biður mann að borða sig og er svo gott á meðan það er nýtt og krönsí, hvort sem það er eitt og sér eða með góðu áleggi eða ídýfu. Berglind Hreiðars okkar ástsæli matar- og ævintýrabloggari hjá Gotterí og gersemar þróaði girnilega fræhrökkbrauðsblöndu fyrir Til hamingju og deilir hér með lesendum uppskrift af avókadó hummus sem er fullkominn með hrökkbrauðinu.

„Hummus passar einstaklega vel með fræhrökkbrauði og hér var ég að prófa útfærslu með avókadó sem er algjört dúndur, mæli með að þið prófið,“segir Berglind.

Avókadó hummus og hrökkbrauð

1 poki Til hamingju hrökkbrauðsblanda

230 g kjúklingabaunir (úr krukku/dós)

1 þroskað avókadó (2 ef þið notið úr neti)

1 msk. tahini

½ stk. límónu– safi

1 pressað hvítlauksrif

3 msk. ólífuolía

½ tsk. salt

Bakið hrökkbrauðið samkvæmt leiðbeiningum á poka.

Setjið öll önnur hráefni í matvinnsluvél/blandara og blandið þar til þykkt mauk hefur myndast. Ef þið notið blandara (eins og ég gerði) þá gætuð þið þurft að skafa niður nokkrum sinnum og „púlsa“.

Setjið í fallega skál og toppið með smá olíu, chilidufti og kóríander ef þið óskið þess. Njótið með heimabökuðu hrökkbrauðinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa