fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Dýrðlegt rjómapasta með hörpuskel sem þið eigið eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 26. nóvember 2022 09:45

Hér er á ferðinni dýrðlegu pastaréttur úr smiðju eldhúsgyðjunnar Maríu Gomez. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú elskar sjávarrétti er þetta pastarétturinn fyrir þig. Þessi dýrðlegi pastaréttur með hörpuskel kemur úr smiðju Maríu Gomez eldhúsgyðjunnar og lífsstíls- og matarbloggar sem heldur úti síðunni Paz. Réttinn er sáraeinfalt að útbúa og svo er hans svo ljúffengur að þú átt eftir að elska hann og gera hann aftur og aftur. Fullkomin máltíð til að galdra fram um helgina.

Rjómapasta með hörpuskel

300 g afþýdd hörpuskel en ég notaði frá Sælkerafisk

15 grsmjör +1 tsk. ólífuolía til að steikja hörpuskelina

250 g tagliatelline

1 dl rjómi

1 dl kjúklingasoð

6 marin hvítlauksrif

2 mjög smátt skornir skalottlaukar en má líka nota 1/2 mjög smátt skorin venjulegan lauk

2 msk. ólífuolía til að steikja laukana

1/2 – 1 tsk. chiliflögur

Raspaður börkur af einni sítrónu

1 msk. nýkreistur sítrónusafi

Smátt skorin fersk steinselja

Salt og pipar eftir smekk

Byrjið á því að bræða smjörið og olíuna saman á pönnu og steikjið hörpuskelina upp úr og saltið og piprið eftir smekk. Sjóðið pastað í mjög söltu vatni, nánast eins og sjóvatn eftir leiðbeiningum. Takið hörpuskelina af pönnunni og leggið til hliðar. Hitið næst 2 matskeiðar af olíu á sömu pönnu og ekki hreinsa á milli, leyfið smjörinu og safanum af hörpuskelinni að vera áfam á henni. Steikið hvítlaukinn og laukinn með salti og chiliflögum á mjög vægum hita bara svo að rétt brúnist og mýkjist og passið að brenna alls ekki. Hellið svo kjúklingasoðinu og rjómanum út í laukinn og látið malla í eins og 5 mínútur eða þar til sósan þykknar ögn. Bætið þá hörpuskelinni út á ásamt sítrónuberki og sítrónusafa og hrærið vel saman.

Bætið pastanu við að lokum og veltið vel upp úr sósunni, sáldrið svo ferskri steinselju yfir og berið fram með hvítlauksbrauði.

*Allt hráefnið í þennan rétt fæst í Bónus.

Gleðilega helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa