fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Matur

Þrautreynd baunamasala uppskrift með naanbrauði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 16:30

Aðsend mynd/Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn, forsprakki #Karlmennsku-byltingarinnar, er grænkeri og borðar því engar dýraafurðir. Hann deildi nýlega með okkur hvað hann borðar á venjulegum degi. Hér deilir hann með okkur uppskrift að baunamasala og naan brauði sem nýtur mikilla vinsælda hjá fjölskyldu hans.

Sjá einnig: Engin lífskerðing að vera vegan – Þetta borðar Þorsteinn á venjulegum degi

Aðsend mynd.

Baunamasala með naanbrauði

„Nú munu kokkar og matreiðslufólk sennilega fordæma mig, því þessi uppskrift er einhver blanda af chana masala og veg masala sem ég fann á Google, en hefur verið þrautreynd í eftirfarandi form og nýtur mikilla vinsælda í okkar fjölskyldu,“ segir Þorsteinn.

Hráefni

 • 1 stk. laukur
 • 1 msk. kúmín
 • Smá salt
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • Lítill bútur af fersku engiferi
 • ½ askja ferskt kóríander (ca. 1 bolli)
 • ½ – 1 ferskt chilli
 • 1 tsk. túmerikduft
 • 1 msk. garam masala-krydd
 • 2 dósir kjúklingabaunir
 • 1 dl tómatpaste (ég set bara slummu)
 • 1 dós hakkaðir tómatar (mínus safinn)
 • 1-2 dl vegan-jógúrt
 • 2 msk. sítrónusafi
 • 1-2 tsk. kókossykur (eða bara smá sykur)

Aðferð:

 1. Saxa lauk og steikja á pönnu og krydda með kúmín og smá salti.
 2. Mauka hvítlauk, engifer, chilli og kóríander og henda út á pönnuna.
 3. Setja baunirnar á pönnuna og svo allt hitt. Markmiðið er að hafa réttinn þykkan, en ekki þunnan.

Naanbrauð

 • 1 tsk. þurrger
 • 1,3 dl hitað vatn (ca. 37 gráður)
 • 1 tsk. sykur
 • 190 g hveiti
 • ½ tsk. salt

Aðferð:

 1. Blanda þurrgeri, sykri og vatni og leyfa að standa í nokkrar mínútur.
 2. Blanda því síðan við hveitið og saltið.
 3. Hnoða og skipta upp í nokkrar kúlur.
 4. Fletja út og steikja með vegansmjöri (Smorbar frá Naturli best).
 5. Krydda með hvítlaukssalti, basilíku og kóríanderkryddi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu
Matur
Fyrir 4 vikum

Besti maturinn til að berjast gegn þotuþreytu

Besti maturinn til að berjast gegn þotuþreytu
Matur
12.12.2021

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn
Matur
12.12.2021

Guðdómlega ljúffengar andabringur með jólaívafi

Guðdómlega ljúffengar andabringur með jólaívafi