fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Engin lífsgæðaskerðing í því að vera vegan – Þetta borðar Þorsteinn á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 6. febrúar 2021 15:00

Þorsteinn V. Einarsson., umsjónarmaður Karlmennskunnar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson er forsprakki samfélagshreyfingarinnar #Karlmennskan og hefur umsjón með vefmiðlinum Karlmennskan. Hann er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði og hefur undanfarin tvö ár starfað við fyrirlestra og greinarskrif um karlmennsku og jafnréttismál. Við fengum Þorstein til að lýsa venjulegum degi í lífi sínu og deila með okkur hvað hann borðar.

„Flestir dagar byrja um hálf átta, að fæða og klæða börn og koma þeim í skóla og leikskóla. Ég reyni að taka æfingu áður en ég fer inn í verkefni dagsins. Ég starfa við fjölbreytta miðlun fræðsluefnis sem varðar jafnréttismál, karla og karlmennsku og fer víða með fyrirlestra, en ég miðla mest í gegnum samfélagsmiðilinn Karlmennskan, hlaðvarp og er núna að vinna nokkra sjónvarpsþætti fyrir Hringbraut,“ segir hann.

Vegan

Þorsteinn er vegan, sem þýðir að hann borðar engar dýraafurðir. Þetta byrjaði allt á því að konan hans, Hulda, varð vegan fyrir nokkrum árum.

„Í kjölfarið fór ég að sýna henni siðferðislegan stuðning með því að taka skipulega út ákveðnar tegundir úr mínu mataræði. Með aukinni meðvitund og vaxandi siðferðiskennd var það hvorki stórt né krefjandi skref að gerast hundrað prósent grænkeri og fikra mig inn í veganismann. Það skref tók ég 1. janúar 2020,“ segir hann.

Aðspurður hvaða ráð hann gefi þeim sem langar að prófa sig áfram í veganisma segir Þorsteinn það mikilvægt að finna ástæðuna fyrir því.

„Og gera þetta af meðvitund. Það er engin lífsgæðaskerðing í því að vera vegan en hins vegar getur það krafist óþægilegrar meðvitundar sem sumum finnst gott að vera laus við. Það breytir þó ekki veruleikanum, þjáningunni og áskorununum sem hægt er að mæta með þessu litla persónulega framlagi sem við flest ættum að gera og getum gert.“

Þorsteinn V. Einarsson. Mynd/Ernir

Algeng mýta um veganisma?

„Að það sé bara mataræði og að karlar breytist í mjólkandi sojastráka vegna hækkandi estrógens og minnkandi testósteróns,“ segir Þorsteinn.

Uppáhaldsmáltíð?

„Þær eru eiginlega tvær, Holy Basil núðlurétturinn á Mai Thai og heimabakaða pítsan okkar, sem er fastur liður á föstudagskvöldum,“ segir hann.

Matseðill Þorsteins

Morgunmatur

Hafragrautur með eplum og kanil. Mikilvægast að hægelda grautinn og hafa rétt hlutföll af vatni og höfrum. Einn skammtur af höfrum á móti tveimur af vatni. Sjóða vatnið, lækka og hræra höfrum út í með smá salti. Láta standa þangað til klár.

Millimál nr. 1

Oftast bara kaffi og smá með því.

Hádegismatur

Ristað brauð með hummus, sinnepi og næringargeri er sígildur hádegismatur. Bæti stundum edamame við á góðum degi.

Millimál nr. 2

Vinn oft með Teyg og hrökkex, eða flatköku.

Kvöldmatur

Erum oft með pasta í alls konar búningi eða kjötlíki (eins og frá merkinu Gardein). En ég ætla að henda Mai Thai hingað, Holy Basil með tófú, grænmeti og núðlum. Rosalegt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa