fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Matur

Besti maturinn til að berjast gegn þotuþreytu

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 24. desember 2021 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar flogið er á milli landa, jafnvel á milli tímabelta, þá á fólk oft erfitt með að koma svefninum almennilega í gang. Þetta er oft kallað „jet lag“ eða þotuþreyta.

Samkvæmt næringarfræðing sem ræddi við The Sun er þetta maturinn sem fólk á að borða þegar það lendir í nýju landi til að forðast þotuþreytu.

Vatnsmelónur

Þurra loftið í flugvélum getur látið þig þjást of ofþornun. Það er mikilvægt að drekka nóg af vatni og borða mat sem inniheldur mikið af vatni, til dæmis vatnsmelónur.

Gúrkur

Gúrkur innihalda einnig mikið af vatni og hjálpa því líkamanum með að sporna gegn ofþornun. Í gúrkum eru einnig andoxunarefni sem hjálpa gegn bólgum sem geta komið eftir flug.

Súr kirsuber

Súr kirsuber innihalda melatónín sem hjálpar þér að viðhalda svefnmynstri. Það lætur þig sofna og heldur þér sofandi svo þú ert ekki að vakna óþarflega á næturnar.

Hnetur og fræ

Margar tegundir hneta og fræja innihalda magnesíum sem einnig hjálpar þér að sofa. Magnesíum hjálpar líkamanum að slaka á og því verður þú orkumeiri daginn eftir ef þú færð þér það fyrir svefninn.

Greipaldin

Í greipaldin er mikið magn af C-vítamíni sem stuðlar að heilbrigðum svefni. Það hjálpar þér einnig að einbeita þér og við önnur hugræn ferli.

Einnig ætti fólk að forðast tvö matvæli þegar það þjáist af þotuþreytu

Kaffi

Margir halda að kaffi hjálpi þegar fólk er þotuþreytt en fólk ætti að forðast drykkin þar sem það getur einnig látið þig þurfa að pissa meira sem stuðlar að ofþornun. Líkamsklukkan getur líka orðið biluð þegar þotuþreytt fólk drekkur kaffi.

Viðbættur sykur

Sykur er góður fyrir skammtímaorku en eftir á getur þú orðið mun þreyttari en þú varst upphaflega. Því er gott að forðast mat með miklum viðbættum sykri svo þú verðir ekki þreyttari en þú varst fyrirfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið
Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst
Matur
08.12.2021

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna
Matur
07.12.2021

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur