fbpx
Sunnudagur 07.júní 2020
Matur

Grænkál í staðinn fyrir snakk

DV Matur
Þriðjudaginn 24. mars 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænkál er með hollari fæðu sem hægt er að finna, en það er ríkt af beta-karótíni, K-vítamíni, C-vítamíni og kalsíum. Líkt og spergilkál inniheldur grænkál sulforaphane, en það er talið hafa verndandi áhrif gegn krabbameini. Þá hefur grænkál einnig góð áhrif á kólesterólmagn líkamans og því frábær fæða til að neyta á milli mála. Skemmtileg leið til að matreiða grænkál er að útbúa grænkálsflögur. Þær eru frábært snarl sem kemur í staðinn fyrir poppkorn og ­kartöfluflögur og eru auk þess mun hollari kostur. Flögurnar er líka afar einfalt að útbúa og getur hver og einn kryddað þær að vild.

Skerið stóru stilkana af kálhausnum, því eingöngu blöðin eru notuð. Rífið blöðin í litla bita og setjið í skál. Þvoið grænkálsblöðin með vatni og þurrkið svo vel, til dæmis með bréfþurrku. Dreypið ólífuolíu yfir kálið þegar það hefur þornað og veltið því svo upp úr ­olíunni. Stráið salti, pipar og sesam­fræjum yfir kálið og veltið til. Raðið kálinu svo á bökunarplötu og bakið inni í ofni á 200°C í fimm til tíu mínútur, eða þar til grænkálið er orðið stökkt og dökkgrænt að lit. Gott er að snúa grænkálinu við á meðan það bakast til að það verði stökkt á alla kanta. Athugið að hver og einn getur kryddað kálið að vild. Það er til dæmis gott að setja papriku-, chili- eða hvítlauksduft, cayenne-pipar eða parmesanost út á kálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

,,Heilalausir rasistar“
Matur
Fyrir 2 vikum

Hélt aðeins of lengi augnsambandi við rollu í hríðum

Hélt aðeins of lengi augnsambandi við rollu í hríðum
Matur
Fyrir 2 vikum

Ódýrari leið til að bjóða upp á grillveislu

Ódýrari leið til að bjóða upp á grillveislu
Matur
Fyrir 2 vikum

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst
Matur
Fyrir 2 vikum

Besta brokkolísalat í heimi

Besta brokkolísalat í heimi
Matur
Fyrir 3 vikum

Landsliðskokkar opna sælkerabúð – Svona slærðu í gegn heima hjá þér

Landsliðskokkar opna sælkerabúð – Svona slærðu í gegn heima hjá þér
Matur
Fyrir 3 vikum

Brauð til að monta sig af: Kolbikasvart súrdeigsbrauð

Brauð til að monta sig af: Kolbikasvart súrdeigsbrauð