fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. maí 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomubannið er greinilega byrjað að taka sinn toll á geðheilsu Bandaríkjamanna en á sunnudaginn var, náðist myndband af konu rífast heiftarlega við starfsfólk veitingastaðarins Red Lobster í East York í Pennsylvaníu. Þessi greinir vefmiðillinn Dailymail frá.

Vegna samkomubannsins bauð veitingastaðurinn upp á þá þjónustu að kaupa mat og sækja hann fyrir framan staðinn. En gestum var ekki leyft að koma inn á staðinn vegna Covid 19 faraldursins.

Konan hafði pantað mat hjá veitingastaðnum en hafði beðið í þrjár klukkustundir eftir að pöntunin yrði tilbúin. Konan krafðist þess að fá endurgreiðslu á pöntuninni þar sem henni fannst það taka of langan tíma að afgreiða pöntunina.

Myndbandið sýnir meðal annars þegar konunni er hrint út af veitingastaðnum á meðan fleiri viðskiptavinir fyrir framan veitingastaðinn kvarta yfir hátt í þriggja tíma bið á matarpöntunum.

Atvikið átti sér stað í kjölfar lockdown (samkomubannsins) í Bandaríkjunum og mikillar eftirspurnar eftir mat frá veitingastaðnum vegna mæðradagsins.

Myndbandið hefst þegar einhver inni á veitingastaðnum æpir „Út með þig!“ og einhver svarar: „Nei! Ég vil fá móður***ils peningana mína til baka!“

Í öðru myndbandi sem náðist af atvikinu heyrst starfsmaður svara: „Þú færð þá!“

Það er þá sem kona og maður sjást ýta viðskiptavininum út um innganginn á veitingastaðnum sem segir: „Náðu henni af mér. Ég vil fá endurgreiðslu!“

Þrír starfsmenn mynda þá tálma fyrir framan innganginn og varna konunni inngöngu á meðan fjórði starfmaðurinn spyr konuna nafns. Konan svara: „Cathy Hill.“ Starfsmaðurinn reynir að fullvissa Cathy að hún muni fá endurgreiðslu.

Það er óljóst hvað það er sem kveikir næsta viðbragð hjá Cathy, en hún virðist næst reyna að slá kvenkyns starfsmann veitingastaðarins, sem segir henni að hún verði að fara að haska sér. En Cathy hittir ekki og slær þöglan karlkyns starfsmann í andlitið.

Kvenkyns starfsmaðurinn grípur þá í hár Cathy Hill en samstarfsmenn hennar sannfæra hana um að sleppa Cathy.

Frú Hill, sem á þessum tímapunkti er ekki með andlitsgrímu, þrífur þá í grímu sem einn starfsmaðurinn er með, og er að reyna að stía konunum í sundur.

Eftir að konurnar hafa verið stíaðar í sundur æsir Cathy upp lýðinn og æpir: „Það var ráðist á mig og ég er með heilan hóp af vitnum.“ Fólkið í kring sýnir takmörkuð viðbrögð og Cathy heldur áfram: „Hún hefur verið að hrinda mér allan tímann! Hvar eru gleraugun mín?“

Eftir að starfsmaður lokar dyrunum að veitingastaðnum sést Cathy hringja í lögregluna. Um hálffimm leytið mætir lögreglan á svæið en þá er Cathy horfin. Lögreglan ræddi við starfsmenn staðarins og síðar við Cathy annarstaðar.

Lögreglan upplýsir að Cathy hafi verið reið vegna þess að maturinn hennar hafi ekki verið tilbúinn og að hún hefði viljað endurgreiðslu. Hinsvegar hefðu viðskiptavinir ekki mega koma inn á staðinn vegna reglna um fjarlægðartakmarkanir.

Samkvæmt Red Lobster slasaðist enginn í atvikinu, hvorki viðskiptavinir né starfsfólk veitingastaðarins. Í tilkynningu frá Red Lobster segir meðan annars: „Við látum ofbeldi aldrei viðgangast á veitingastöðum okkar og vænumst þess að hvort tveggja starfsfólk okkar og viðskiptavinir komi fram af virðingu við hvort við annað. Við erum þakklát að hvorki starfsmenn okkar né viðskiptavinurinn sem um ræðir, hafi slasast í atvikinu á sunnudaginn.“

Tugir manns biðu fyrir framan veitingastaðinn og á bílastæðinu í Pittsburg. Talið er að yfir 100 manns hafi orðið fyrir vonbrigðum með hæga þjónustu. Matarsendlar urðu einnig fyrir miklum töfum vegna biðarinnar eftir framreiddum mat.

„Ég kenni Red Lobster um,“ segir viðskiptavinur í samtali við KDKA. „Þeir tóku miklu fleiri pantanir en þeir gátu nokkurntíma framreitt. Ég lagði mína pöntun inn klukkan 10:30 í morgunn.“ Red Lobster baðst afsökunar á biðinni og gaf í skyn að vandamálin væru af völdum reglna vegna ástandsins.

Red Lobster segist ætla að endurgreiða allar netpantanir í gegnum vefsíðu fyrirtækisins og voru ekki  uppfylltar. Þeir sem hafi pantað gegnum þriðja aðila skulu hafa samband við viðkomandi aðila vegna endurgreiðslu.

Ætlar aldrei aftur að borða á Red Lobster

Red Lobster segir í tilkynningu að þeir séu þakklátir fyrir áframhaldandi viðskipti á þessum erfiðu tímum og að fólk vilji fagna hátíðisdögum með Red Lobster. „Markmið okkar hefur ávallt verið að bjóða gestum okkar upp á einstaka sjávarréttaupplifun en halda á sama tíma uppi háum öryggis- og heilsustandördum, meðal annars reglum vegna Covid 19 faraldursins. Við biðjumst afsökunar á að gestir okkar hafi þurft að bíða lengur en áætlað var og að sumir hafi getist upp á að bíða eftir pöntunum sínum.“

Cathy Hill útskýrir sína hlið á málinu í viðtali við Don Nash fyrir TMX.news á miðvikudag. Hún segir að eftir langa bið eftir heimsendingu hafi hún farið inn á staðinn vegna þess að hún náði ekki sambandi við neinn í síma. Henni hafi verið sagt að hún mætti ekki að vera inni á staðnum og að staðarhaldarinn gæti ekki talað við hana þar sem hann væri upptekinn við að elda pantanir.

Hún segir að staðarhaldarinn hafi að lokum komið fram til þess að endurgreiða henni pöntunina sem hljóðaði upp á hátt í 13.000 íslenskar krónur. En að aðrir starfsmenn hafi þá byrjað að ýta henni frá.

„Starfsfólkið ýtti mér og hrinti og tók mig hálstaki,“ segir hún í viðtali við Nash, en minnist þó ekki á að hún hafi sjálf slegið starfsmann og að minnsta kosti reynt að slá annan. Hún segist ekki ánægð með það hvernig hún kemur út í myndbandinu, sem nú hefur farið geyst um internetheima. Hún telur sig ekki sjást í réttu ljósi.

Cathy Hill hefur ekki fengið endurgreitt frá Red Lobster og hún segist aldrei ætla að borða þar framar. Einnig segist hún ekkio hafa fengið afsökunarbeiðni frá veitingastaðnum þrátt fyrir að hafa rætt við yfirmenn. „Ég er nokkuð hissa á að enginn hafi beðið mig afsökunar. Starfsmennirnir hegðuðu sér á mjög óviðeigandi hátt. Í stað þess að endurgreiða mér pöntunina þá beittu þeir mig ofbeldi.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa