fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Karamelluostakaka fyrir grænkera og sælkera

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 18. apríl 2020 18:00

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir. Myndir: Aron Gauti Sigurðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir hefur verið grænkeri síðan 2016. Hún heldur úti vinsæla matarblogginu Grænkerar.is og samnefndri Instagram-síðu. Hún deilir með okkur nokkrum uppskriftum sem er tilvalið að útbúa fyrir kaffið um helgina. Það er gott að æfa sig í heimboðsbakstri þar sem það styttist í að samkomubanni ljúki.

Karamelluostakaka

„Þessi karamelluostakaka er syndsamlega góð. Þetta er svona kaka sem maður stelst í um miðja nótt þegar enginn sér til. En þrátt fyrir hvað kakan er dásamlega bragðgóð er hún líka svo holl! Kakan er næringarrík og saðsöm en helsta hráefnið eru hnetur. Fyllingin er mild, létt og örlítið loftkennd þannig að hún bráðnar í munninum. Kremið efst er aftur á móti bragðmikil karamella sem allir ættu að falla fyrir.  Auðvelt er að breyta uppskriftinni í glúteinlausa paleo köku með því að sleppa rjómaostinum en kakan er líka mjög góð án hans.

Í flestum sambærilegum uppskriftum er talað um að láta kasjúhnetur liggja í bleyti í fleiri klukkustundir eða yfir nótt. Ég hef persónulega aldrei haft þolinmæði í það og set þær því vanalega beint í blenderinn. Það tekur örlítið lengri tíma að ná silkimjúkri áferð en annars finn ég engan mun. Mér finnst mikilvægt að nota bragð- og lyktarlausa kókosolíu í uppskriftina annars getur kókosolíu bragðið orðið mjög afgerandi.

Til að fyllingin stífni almennilega (og fái dásamlega áferð) nota ég töfraefnið agar-agar. Ég uppgötvaði þetta frábæra duft fyrir um ári síðan og nota það núna oft í viku.

Kakan er ótrúlega falleg og sómir sér vel í veislum. Ef afgangur verður af kökunni mæli ég með að skera hana í sneiðar og geyma í frysti. Það er svo þægilegt að geta gripið sneiðar úr frystinum en þær þurfa nokkrar mínútur til að þiðna. Mér finnst kakan langbest með þeyttum vegan rjóma (t.d. frá Soyatoo) og ferskum jarðarberjum og skornum banönum.“

Mynd: Aron Gauti Sigurðarson

Hráefni

Botn

1 dl pekanhnetur

2 dl möndlur

6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr

2 tsk kókosolía, bragð- og lyktarlaus

Salt

Fylling

3 dl kasjúhnetur

8 ferskar döðlur

½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill

1 dl kókosolía

1 dl rjómaostur, t.d. Oatly smurosturinn

2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn

1 tsk vanilludropar

1 tsk sítrónusafi

Salt

3 dl vatn

1 tsk agar-agar duft

Karamellukrem

½ dl hlynsíróp

½ dl kókossykur eða hrásykur

½ kókosolía

1,5 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn

1 tsk vanilludropar

Salt

Mynd: Aron Gauti Sigurðarson

Aðferð

Botn

  1. Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar
  2. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman
  3. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn.
  4. Geymin botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

  1. Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnkenndur vökvi neðst.
  2. Setjið vatn og agar-agar duft í pott og hitið að suðu
  3. Setjið hrin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
  4. Hellið næst agar-agar blöndunni út í og blandið áfram í smástund.
  5. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.

Karamellukrem

  1. Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mínútur þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin.
  2. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild. Ég notaði saxaðar pekanhnetur.

Þú getur skoðað fleiri uppskriftir frá Þórdísi Ólöfu á Grænkerar.is og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa