fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
Matur

Luke Perry jarðaður í sveppadragt – Þetta var hans hinsta ósk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2019 14:30

Luke Perry lést í mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Luke Perry fékk alvarlegt heilablóðfall á heimili sínu í Los Angeles þann 27. febrúar síðastliðinn. Nokkrum dögum síðar, eða þann 4. mars, lést hann aðeins 52ja ára að aldri.

Nú segir dóttir hans, Sophie Perry, frá greftrun föður síns í hjartnæmri færslu á Instagram. Sophie segir að leikarinn hafi verið grafinn í umhverfisvænni sveppadragt frá Coeio.

Hér má sjá sveppabúninginn.

Um er að ræða búning sem kostar 1500 dollara, tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Fatnaðurinn er búinn til úr sveppum og öðrum örlífverum sem flýta fyrir rotnun, gera eiturefni í líkamanum óvirk og færa jarðveginum öll næringarefni úr líkinu. Ekki þarf líkkistu þegar að lík er jarðað í sveppadragtinni.

„Faðir minn uppgötvaði þetta og hann varð spenntari en ég hef nokkurn tímann séð hann,“ skrifar Sophie á Instagram við mynd af sveppum sem hún sá á göngu í San Francisco.

„Hann var grafinn í þessum búningi, ein af hans hinstu óskum.“

 

View this post on Instagram

 

💋In December I went to San Francisco with two of my best friends. One of them, had never never been to California, so we went to show him the Redwoods. I took this picture while we were there, because i thought, “damn, those mushrooms are beautiful.” Now, mushrooms hold an entirely new meaning for me. Any explanation i give will not do justice to the genius that is the mushroom burial suit, but it is essentially an eco friendly burial option via mushrooms. All i can say is that you should all look into them at coeio.com or just by googling “mushroom burial suit” . My dad discovered it, and was more excited by this than I have ever seen him. He was buried in this suit, one of his final wishes. They are truly a beautiful thing for this beautiful planet, and I want to share it with all of you.

A post shared by Sophie Perry (@lemonperry) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!
Matur
Fyrir 1 viku

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?