fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Ketó megrunarpillan lofar öllu fögru: Næringarfræðingar segja hana peningaplokk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 16:00

Efnin geta verið skaðleg heilsunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó megrunartaflan Keto Pure hefur poppað upp í ketó-umræðunni síðustu dag, en hún er auglýst undir þeim formerkjum að með því að taka töfluna geti neytendur brennt fitu og aukið orku svo eitthvað sé nefnt.

Keto Pure er hins vegar aðeins ein af töfralausnunum sem markaðssett er fyrir ketó-liða og virðast margir hafa séð sér leik á borði þegar að mataræðið varð svona vinsælt. Því þegar að mataræði verður svona vinsælt þá reyna auðvitað sem flestir að græða á því.

Í grein í Good Housekeeping er farið ítarlega yfir allar töfralausnir og fæðubótarefni sem markaðssett eru fyrir ketó-liða og í raun færð rök fyrir því að þessi efni séu ekkert annað en peningaplokk. Einnig eru færð fyrir því rök að þetta sé meira en það því staðhæft er að þessi efni geti verið skaðleg heilsunni.

Dæmi um auglýsingu fyrir ketó-megrunartöflur.

Í greininni er til dæmis farið yfir efni sem innihalda vítamín, steinefni og koffín og eru hönnuð til að bæla niður matarlyst og koma neytendum fyrr í ketósis ástandið. Þessi efni eru dýr og er því lofað að þau auki orku neytenda og hraði efnaskiptum. Í greininni er bent á að mörg þessara efni innihaldi mikið magn af natríum, en auðveldara og ódýrara sé að fá nægt magn af natríum með því einfaldlega að auka saltmagn í matnum.

Samkvæmt greininni geta þessi ketó-fæðubótarefni ruglað í efnaskiptunum. Er sagt að vissulega geti þessi efni bælt matarlyst en þegar að ketó-liðar taki sér smá pásu frá mataræðinu aukist magn hormóna í líkamanum sem bæla matarlyst með þeim afleiðingum að neytendur verða mun svengri en þeir voru áður en þeir byrjuðu á ketó.

Í greininni er einnig minnst á MCT olíu sem margir nota í kaffi til að búa til drykkinn „bulletproof coffee“, eða skothelt kaffi. Sá drykkur er afar vinsæll meðal ketó-liða. Hins vegar er bent á að olían fari beint í lifrina og geti valdið meltingartruflunum, ógleði, niðurgangi og harðlífi.

Að lokum er bent á að ekki þurfi að neyta fæðubótarefna til að líkaminn fái öll nauðsynleg næringarefni og mælt með að fólk fái þessi efni frekar úr mat en pillum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis