fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Matur

Blómkál sem er vafið inn í beikon: Þetta gerist ekki mikið betra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 31. mars 2019 12:30

Dásamlegt!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er algjörlega sturlaður og eiginlega of góður til að vera sannur.

Beikonvafinn blómkálshaus

Hráefni:

1/4 bolli ólífuolía
1/4 bolli sítrónusafi
salt
1 blómkálshaus, blöð fjarlægð og stilkur snyrtur
280 g frosið spínat, afþýtt og vökvi kreistur úr
2 stór egg, þeytt
4 vorlaukar, þunnt skornir
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3/4 bolli rifinn ostur
115 g mjúkur rjómaostur
1/2 bolli brauðraspur
1/4 bolli rifinn parmesan ostur
450 g þunnt skorið beikon

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C. Setjið 8 bolla af vatni, olíu, sítrónusafa og 2 matskeiðar af salti í stóran pott og náið upp suðu. Setjið blómkálshausinn ofan í vatnið. Lækkið hitann og setjið disk ofan á blómkálið. Látið malla í um 12 mínútur. Takið hausinn varlega úr vatninu og látið kólna á grind. Blandið spínati, eggjum, vorlauk, hvítlauk, rjómaosti, rifnum osti, brauðraspi og parmesan osti vel saman. Setjið í sprautupoka. Setjið blómkálshausinn á ofnplötu með stilkinn upp. Sprautið ostablöndunni á milli blómanna. Snúið hausnum við og hyljið hann með beikoni. Bakið í 30 mínútur, og snúið hausnum við þegar helmingurinn af tímanum er búinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa