fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Einfalt og litríkt pasta sem allir geta gert

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 12:00

Ljúffengt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur hráefni og kvöldmaturinn er klár. Þennan pastarétt geta allir gert.

Brokkolí- og skinkupasta

Hráefni:

1 brokkolíhaus
450 g pasta
1/4 bolli ólífuolía
3 hvítlauksgeirar, skornir þunnt
340 g reykt skinka
1/4 bolli parmesan ostur, rifinn
salt og pipar

Aðferð:

Sjóðið pastað í saltvatni þar til það er næstum því tilbúið. Skerið brokkolí í bita og bætið því út í pastavatnið þegar að 3 til 4 mínútur eru eftir að eldunartíma pastans. Takið frá einn bolla af pastavatni í bolla og hellið síðan vatninu af pastanu og brokkolíinu. Setjið til hliðar. Setjið pottinn aftur á helluna og hitið ólífuolíu yfir meðalhita. Setjið hvítlaukinn út í og steikið í 1 til 2 mínútur. Bætið skinkunni út í og hrærið. Bætið hálfum bolla af pastavatninu saman við og hrærið síðan pastanu og brokkolíinu saman við. Hrærið helmingnum af parmesan ostinum saman við, síðan 1/4 bolla af pastavatninu og þar næst restinni af parmesan ostinum. Ef þið viljið þykkari sósu þá er restinni af pastavatninu bætt út í. Saltið og piprið og berið strax fram með parmesan ostinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa