fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Einn laukur á dag getur komið í veg fyrir krabbamein

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú verður kannski ekki vinsælasta manneskjan í veislunni, lyktarlega séð en hvaða máli skiptir það ef þú hefur tækifæri til þess að minnka líkurnar á krabbameini í þörmunum.

Ný rannsókn hefur komist að því að þeir sem borða rúmlega fimmtán kíló af lauk á ári hverju geti minnkað líkurnar á krabbameini í þörmunum gífurlega. Með lauk er einnig átt við hvítlauk, graslauk, blaðlauk og skalotlauk.

Á hverju ári greinast um 42 þúsund manns í Bretlandi með krabbamein í þörmum segir í frétt Daily Mail um málið og af þeim eru rúmlega 16 þúsund einstaklingar sem tapa baráttunni ár hvert. Samkvæmt rannsókninni gæti einn lítill laukur á dag komið í veg fyrir að einstaklingur fái krabbameinið.

Í rannsókninni var skoðað yfir 1600 manns. Þeir einstaklingar sem innbyrtu hvað mestan lauk voru í 79% minni hættu á því að þróa með sér krabbamein í þörmum miðað við þá sem innbyrða hvað minnst af lauk.

„Því meiri úrval af lauk, því betri er vörnin,“ sagði Dr. Zhi Li aðalhöfundur rannsóknarinnar. Dr. Li benti einnig á það að eldunaraðferð gæti skipt sköpum en þegar laukur er til að mynda soðinn þá glatar hann mikilvægri efnasamsetningu. Þá nefndi hún það að gott þyki að borða hvítlauk niðurskorinn og/eða kraminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa