fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Fór fyrst í megrun 9 ára – Missti 55 kíló á ketó: Þetta borðar hún yfir daginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 19:00

Ashley öðlaðist nýtt líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór fyrst í megrun þegar ég var níu ára gömul. Ég var alltaf þybbnari en hin börnin en þetta fór úr böndunum þegar ég komst á kynþrosaskeiðið,“ segir Ashley Jagla í pistli á vefsíðunni Women’s Health.

„Þegar ég var tólf ára þurfti ég að takast á við margar breytingar. Móðir mín gifti sig aftur og ég var ekki lengur einkadóttir hennar. Ég fékk mér meira magn af mat til að lifa af en þegar ég var fimmtán ára var ég 115 kíló. Ég stundaði það að borða í laumi, sem ég gerði fram á fullorðinsár.“

View this post on Instagram

Just weighed in for my DietBet! The photo on the left was me taking a chance on myself, I had just signed up for my very first DietBet and was super apprehensive. But I was determined to stay strong for the 4 week bet, to stay on plan and crush my goals. I figured if hated it or my diet, that I could change it after the game was over. . Turns out, I loved both DietBet and my new way of eating! So I continued to play games all last year and lost 100lbs in 7 months. Then I maintained until December, where I put on a bit of holiday weight. Now I’m back at it again, ready to crush more goals. . Who wants to take a chance with me this month? Lets crush our goals together 💪♥️ You can find my game at www.dietbet.con/mcfitterson or click the link in my bio. . . . . . #weightloss #weightlossjourney #losingweight #weightlosstransformation #throwback #throwbackthursday #fitnessjourney #weightlossmotivation #inspo #inspiration #dietbet #progressnotperfection #bingeeatingrecovery #keto #ketosis #ketotransformation #goaldigger #lovethis #fattofit #obesetobeast

A post shared by Ashley🍀 (@ashleymcfitterson) on

Gigt og skert sykurþol

Ashley eignaðist dóttur þegar hún var 27 ára gömul og var þá tæplega 135 kíló. Hún ákvað að breyta um lífsstíl og minnkaði skyndibita og sætindi.

„Á nokkrum mánuðum var ég komin niður í 127 kíló og mér fannst ég loksins vera að taka framförum þannig að ég ákvað að spíta í lófana með ketó-mataræðinu. Og til að ég stæði við það opnaði ég Instagram-reikning til að fylgjast með ferlinu,“ segir Ashley og heldur áfram.

„Ég valdi ketó af því að ég var 28 ára og þjáðist af gigt og aukakílóin gerðu það erfitt að sofa, mér leið eins og ég væri að kremjast. Og ég hafði heyrt að ketó væri fljótvirkari lausn til að grennast. Til að bæta gráu ofan á svart var ég með skert sykurþol og blóðsykurseklu.“

„Skítugur“ ketó-kúr

Ashley byrjaði á því sem er kallað „skítugur“ ketó-kúr. Hún borðaði allt sem var lágkolvetna, þó það væri ekki hollt. Hún gerði þetta í þrjár vikur og sneri sér síðan að hollari valkostum. Í dag lítur matseðill hennar fyrir daginn svona út:

Morgunmatur: Egg og lárpera
Hádegismatur: Túnfiskur og aspas eða kjúklingur og brokkolí
Kvöldmatur: Borgari eða steik með grænmeti og salati
Snarl: Ber, ostur, hnetusmjör og próteinstykki

Æfir fyrir hálfmaraþon

Hún sér ekki eftir að hafa orðið ketó.

„Þetta mataræði var besta ákvörðun sem ég hef tekið. Á innan við mánuði leið mér betur í liðunum og blóðsykurinn varð eðlilegur. Ég gat loksins leikið við börnin mín án þess að finna til og horft á heila bíómynd með fjölskyldunni án þess að vera illt,“ segir Ashley. Þá gat hún einnig betur stundað líkamsrækt.

View this post on Instagram

1.5.18 vs 1.5.19 . I was so hopeful last year, but I never believed I’d actually make it this far. All I wanted was relief from my exhaustion, relief from my reactive hypoglycemia, relief from my chronic back pain. I have spent most of my 20s merely surviving in this body, it endured so much and yet I blamed it for all of my troubles. I refused to acknowledge that I was the one causing my pain and illness with inactive lifestyle and garbage food. . Never again. . I will treat my body with the respect it deserves, nurture it with real foods, help it become stronger, and thrive in my 30s which are rapidly approaching. . . . . . #100lbs #losingweight #weightloss #weightlossjourney #weightlossprogress #weightlosstransformation #losingweightjourney #fitnessjourney #progressnotperfection #ketoresults #ketosis #ketogenic #ketodiet #ketobeforeandafter #beforeandafterweightloss #beforeandafter #fattofit #fitfam #carnivore #notdoneyet #bingeeating #chonicpain #healing

A post shared by Ashley🍀 (@ashleymcfitterson) on

„Á síðasta ári gat ég ekki hlaupið lengur en í níutíu sekúndur en núna hleyp ég að minnsta kosti fimm sinnum í viku í einn eða einn og hálfan klukkutíma í senn. Ég er meira að segja að æfa fyrir hálfmaraþon.“

Ashley hefur verið á ketó-mataræðinu í heilt ár og búin að léttast um tæplega 55 kíló.

„Ég er svo stolt af velgengninni á ketó-kúrnum – ekki bara út af þyngdartapi heldur út af muninum á heilsunni. Auðvitað koma dagar þar sem ég vil háma í mig skyndibita og kolvetni en ég minni mig alltaf á að mig langar ekki að líða jafn illa og og mér leið áður en ég breytti um lífsstíl. Loksins er ég við stjórnvölin í eigin lífi og mig langar að halda því þannig.“

View this post on Instagram

#tbt to that time I still had hair 😭 . This journey has been so rewarding in more ways than I ever expected, but the hair loss still kills me. I know it’s stupid, but I don’t take near as many selfies these days or bother spending time on my hair because it’s just so sparse. Thankfully this is just temporary, I can already see all the new hair growing back in all over my head, but the ends are so thin that it often looks see-through. . I’ve been contemplating chopping it off to jaw length until it finishes filling back in, but I don’t think my face shape is well suited for short hair. Oh well, I guess! With all the health improvements I’ve witnessed over my 120+lbs loss, it almost seems silly to be upset over something so superficial. . . . . #hairloss #weightloss #pcos #weightlossproblems #notglamourous #thestruggle #extremeweightloss #keto #ketoweightloss #pcosweightloss #losingweight #weightlosssupport #weightlossjourney #hair #hairproblems #sideeffects #temporary #thinninghair #weightlossjourney #100lbsdown

A post shared by Ashley🍀 (@ashleymcfitterson) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis