fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Elli Grill svelti sig í þrjá mánuði: „Ég leik mér ekki að matnum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 14:00

Elli Grill fyrir miðju, ásamt Skaða og Glym.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt athyglisverðasta atriði í seinni undankeppni Söngvakeppninnar á laugardaginn er án efa lagið Jeijó, keyrum alla leið, sem flutt er af Ella Grill, Skaða og Glym. Rapphundurinn Elli Grill hefur vakið mikla athygli í viðtölum fyrir keppnina, en færri vita að hann hefur afar sterkar og undarlega skoðanir á mat.

Ertu mikill matgæðingur?

„Já, ég hef alltaf verið það, alveg frá því að ég var gutti að grilla samlokur með tómatsósu á Ingólfstorgi fyrir allar hjólabrettasköturnar. Talandi um skötur þá borðaði ég skötu með honum Edda alla laugardaga úti á sjó, lengst úti á hafi.“

Hvaða þýðingu hefur matur fyrir þér?

„Eitt sinn borðaði ég ekkert í þrjá mánuði og drakk bara vatn. Talandi um vatn, hann Róbert vinur minn breytti vatni í vín sem mér fannst alltaf mjög merkilegt.“

Hver er þinn huggunarmatur?

„Fiskur sem talar íslensku er alltaf skemmtilegur.“

Hvað er það besta sem þú hefur nokkurn tímann smakkað?

„Kóreskt taco í Mathöll Granda er andleg upplifun.“

En það skrýtnasta?

„Hollenskur froskur úti í skógi með skottulækni. Mjög hress og skemmtilegur kall.“

Froskur.

Hvað með það ógeðslegasta?

„Úldið gúllas frá frönskum tónlistarmanni sem heitir Lafontaine. Ég var samt mjög kurteis og kláraði af diskinum og ég er líka mjög stundvís.“

Er einhver matur sem þú getur alls ekki borðað?

„Ég get ekki borðað morgunmat því ég er svo stundvís.“

Ferðu eftir einhverju sérstöku mataræði, fylgirðu til dæmis sérstökum matarkúrum?

„Matarkúrum? Ég leik mér ekki að matnum.“

Áttu einhverja sérstaklega eftirminnilega matarminningu?

„Hot spicy chicken sem hann Slick gerði í hverfinu í Tennessee. Hress náungi, kannski aðeins of hress.“

Ertu fíkill í einhvern mat eða drykk?

„Ég er með svolitla fíkn í mér, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Svo er ég líka svo skrýtinn.“

Jói Fel og hundurinn Snúður.

Ef þú þyrftir að velja einn rétt til að borða það sem eftir væri, hvaða réttur væri það?

„Ég væri til í að Jói Fel myndi alltaf gera kótelettu handa mér, alla daga og öll kvöld.“

Ertu mikill sætindagrís?

„Ég er voða lítið fyrir svín og nammi, en naan-brauð er skemmtilegt fyrir veisluna.“

Ef þú þyrftir að túlka persónuleika þinn í einhverjum rétti, hvaða réttur væri það?

„Spiritual kótelettukall.“

Hvernig er að keppa í Söngvakeppninni?

„Virkilega skemmtilegt. Ég þekki báða sviðskarlana og hljóðmennina á „showinu“ og ég þekki Friðrik Ómar mjög vel. Að sjálfsögðu eru Hera og Hatari alveg brilljant. Ég vil að sjálfsögðu senda stórsveit Reykjavíkur fallegar kveðjur því djassinn er í fjölskyldu minni og ég er fæddur tónlistarmaður. Við erum með skemmtilegt popplag fyrir börnin og krakkanir vita alltaf hvað nýtur sín best.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Þessi kaka bragðast eins og vorið

Þessi kaka bragðast eins og vorið
Matur
Fyrir 3 dögum

Þetta borðaði Þórdís Kolbrún rétt áður en hún tók við dómsmálaráðuneytinu

Þetta borðaði Þórdís Kolbrún rétt áður en hún tók við dómsmálaráðuneytinu
Matur
Fyrir 3 dögum

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Matur
Fyrir 5 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 5 dögum

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér