fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 09:00

Sindri hefur séð ýmislegt um ævina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsótti þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í þættinum Ísland í dag, sem sýndur var í gærkvöldi á Stöð 2.

Margt forvitnilegt kom í ljós í þessari heimsókn Sindra, og voru meðal annars ummæli Áslaugar Örnu um humar og hvítvín rifjuð upp, sem vöktu mikla athygli á sínum tíma.

„Fólki fannst þetta kannski óvarlega sagt,“ segir Áslaug Arna og bætir við að hún hafi verið óreynd í viðtölum á þessum tíma. Mörg ljót ummæli voru látin falla á internetinu í tengslum við viðtalið og segir þingkonan það hafa gagnast sér vel að hafa upplifað það snemma að vera „tekin af lífi á internetinu“ eins og hún orðar það. „Ég hafði rosalega gott af þessu fyrst ég var að fara í pólitíkina.“

Áslaug Arna segist ekki hafa ætlað sér að verða þingkona svo ung, en sér ekki eftir því núna. Aðspurð um hve langt hún stefnir í stjórnmálum stendur ekki á svörunum.

„Ég vil fara langt, að sjálfsögðu,“ segir hún. „Eins langt og maður kemst.“

Bláir diskar. Óvenjuleg sjón fyrir Sindra.

Sindri skoðar heimili Áslaugar Örnu í miðborg Reykjavíkur í krók og kima og sér svolítið sem hann hefur aldrei séð áður – bláa matardiska. Í raun er margt blátt hjá Áslaugu, til dæmis einn veggur, púðar og servíettur.

„Þetta er ekki flokkspólitískt,“ segir Áslaug Arna, en eins og flestir vita er blár litur Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er bara uppáhaldsliturinn minn.“

Þá kemur einnig fram að Áslaug Arna borði ekki mikið heima fyrir og fer í raun meira fyrir víni á heimilinu en mat.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis