fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Matur

Hérna færðu hádegismat á 1.000 krónur eða minna

Auður Ösp
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að buddan sé létt þá er vissulega hægt að leyfa sér að borða úti í hádeginu í stað þess að maula samloku við skrifborðið. DV tók saman lista yfir nokkra matsölustaði á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt að snæða hádegisverð fyrir þúsund krónur eða minna.

Á Íslenska Barnum í Ingólfstræti er hægt að snæða súpu dagsins og brauð fyrir 990 krónur. Hinum megin við götuna, á veitingastaðnum Sólon, er sömuleiðis boðið upp á súpu dagsins fyrir 990 krónur og þá kosta vorrúllur með „sweet chili“-sósu og hrísgrjónum 1.290 krónur.

Á Metro er hægt að fá stakan ostborgara á 499 krónur, salsakjúklingaborgara á 699 krónur,  salsavefju á 569 krónur, stakan Hot Wings-borgara á 699 krónur og BBQ-vefju á 569 krónur. Þá er hægt að fá lítið salat til hliðar á 349 krónur og gos í glasi á 279 krónur.

Mynd: Wikimedia Commons

Á Domino’s er boðið upp á þrjú mismunandi hádegistilboð, þar af 6 kjúklingavængi og hálfan skammt af kartöflubátum með sósu að eigin vali á 990 krónur. Fyrir 300 krónur aukalega er hægt að fá hádegistilboð 1 sem samanstendur af lítilli pítsu af matseðli og litlum skammti af brauðstöngum með sósu að eigin vali.

Á Subway kosta flestir 6 tommu kafbátar minna en 1.000 krónur og þá er hægt að bæta við miðstærð af gosi og snakkpoka eða köku fyrir 360 krónur.

Pizzan býður upp á mánudags- og þriðjudagstilboð: miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á 1.000 krónur. Fyrir 490 krónur aukalega er hægt að fá miðstærð af pítsu á matseðli og hálfan lítra af gosi á 1.490.

Núðluaðdáendum er bent á Nings þar sem hægt er að fá núðlurétt dagsins á 990 krónur og Noodle Station þar sem núðlusúpa með grænmeti kostar 960 krónur.

Á matseðli Aktu Taktu er  til dæmis að finna sex kjúklinganagga á 999 krónur, ristaða samloku með skinku og osti á 899 krónur, pylsu með öllu á 499 krónur og baguette með skinku og osti á 799 krónur.

Þá er einnig hægt að grípa með sér þjóðarrétt Íslendinga „eina með öllu“ á Bæjarins bestu en verðið er á bilinu 450 til 600 krónur.

Að lokum má nefna veitingastað IKEA en á matseðlinum þar má meðal annars finna þrjá rétti sem kosta aðeins 895 krónur: sænskar kjötbollur með kartöflum, týtuberjasultu og rjómasósu, plokkfisk með kartöflum, rúgbrauði og smjöri og kjúklingavængi með frönskum. Þá er hægt að fá grænmetisbuff með snittubaunum, kúskús og sósu á 595 krónur, kjúklinganagga með frönskum á 995 krónur og ofnsteiktan lax á 995 krónur.

Verðkönnun DV fór fram 19. nóvember síðastliðinn. Vert er að taka fram að listinn er ekki tæmandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 vikum

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla
Matur
Fyrir 3 vikum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
Fyrir 4 vikum

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
25.05.2020

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það
Matur
24.05.2020

Graskerskaka Bergrúnar Írisar sem bráðnar í munni

Graskerskaka Bergrúnar Írisar sem bráðnar í munni
Matur
20.05.2020

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó
Matur
18.05.2020

KETÓ kjötbollur með kúrbítspasta sem trylla elskhugann

KETÓ kjötbollur með kúrbítspasta sem trylla elskhugann