fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019
Matur

Nilli segir farir sínar ekki sléttar á Blönduósi: „Og þá kom höggið“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 08:57

Nilli fer ekki aftur á B&S á Blönduósi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum 12 saman og komum inn til að snæða kvöldverð þann 16. janúar síðastliðinn. Við byrjuðum á því að panta drykki. Tveir þeirra gleymdust í fæðingu og þurftum við að ítreka pöntunina,“ segir listamaðurinn Níels Thibaud Girerd, betur þekktur í daglegu tali sem Nilli. Hann segir í löngu máli frá upplifun sinni af veitingastaðnum B&S á Blönduósi á Facebook. Nilli hefur gefið matarvefnum góðfúslegt leyfi til að birta færsluna og vill vara aðra við staðnum.

„I don’t know what you ordered“

„Til að fyrirbyggja allan misskilning var stuðst við númer rétta og myndskreytingar,“ segir Nilli áður en hann fer yfir röð mistaka þetta kvöld, en hann heimsótti staðinn með samnemendum sínum í Listaháskóla Íslands.

„Eftir um hálftíma bárust okkur réttirnir einn á fætur öðrum, nema hvað að eini þjónninn á staðnum hafði klárað vaktina sína (kl. 19:43) og annar þjónn hafði tekið við. Sá kom með fyrsta réttinn og tilkynnti okkur að þetta væri hamborgari. Hópurinn var sammála því en spurningin var hins vegar: Hver af þeim 7 hamborgurum sem á matseðli voru stæði þarna? „What kind of burger is this?“ sagði einn af okkur tólfmenningunum. „I don’t know what you ordered, you must know this guys“, svarar þjónninn. „I had a regular cheeseburger, what is this?“, spyr þá einn okkar. Þjónninn var engu nær um hvers kyns hamborgari þetta væri. „I don’t know, my colleague took the order and he just left“,“ skrifar Nilli. En þetta var aðeins byrjunin og gat þjónninn ómögulega borið kennsl á réttina sem tólfmenningarnir pöntuðu.

Agressívar samræður milli kokks og þjóns

„Svona gekk þetta fyrir sig þar til 9 réttir höfðu borist á borð okkar, eða 75% af pöntuðum réttum. Þá vorum við orðin nokkuð nösk að giska á hvaða rétti væri verið að framreiða. Og þá kom höggið, tíundi rétturinn sem borinn var fram var hin fjórárstíðaskipta kjötveisla, Palermó nr. 56, en þjónninn var búinn að koma með þá pöntun og hún gat ekki tilheyrt neinum öðrum í salnum þar sem eldri hjónin á næsta borði, sem voru einu matargestirnir á svæðinu fyrir utan hópinn, höfðu enn ekki pantað,“ segir Nilli og heldur áfram.

„„I orderd the Mexican Pitsa, can you check in the kitchen if it’s coming?“, spyr sá okkar sem beið eftir tíunda réttinum. Þjónninn gekk að eldhúslúgunni og átti í heldur agressívum samræðum við kollega sinn hinum megin við borðið. Kom síðan aftur með téða Palermó Pitsu nr. 56 og sagði: „Sorry guys this is all I have, but somebody orded this“, sem var ekki raunin. „What about the two hamburgers that we ordered?“, spyr einn okkar. Þá fer þjónninn enn og aftur að eldhúsglugganum með pitsu nr. 56 og enn og aftur hefst rifrildi milli kokks og þjóns. Þjónninn kemur aftur að borði okkar tólfmenningana og mælir: „You can order the burgers now“ og dregur upp skrifblokkina sína ásamt penna.“

Fengu nóg og yfirgáfu staðinn

Þetta var hins vegar aðeins of seint í rassinn gripið.

„Á þessum tímapunkti höfðu liðið um 15 mínútur frá því fyrsti réttur var borinn á borð og tóku þá þremenningarnir sem áttu eftir að fá matinn sinn ákvörðun um að nú væri nóg komið og yfirgáfu staðinn. Í stað þess að bjóða skaðabætur fyrir téða þjónustu, eða skort á henni, settist þjónninn fyrir aftan barborðið og fór í símann,“ segir Nilli og varar fólk við staðnum.

„Þannig var okkar viðskiptum við B&S, 540 Blönduósi endanlega lokið og mælum við með því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það heimækir staðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“
Matur
Fyrir 3 dögum

9 matvörur sem þú vissir ekki að hægt væri að frysta

9 matvörur sem þú vissir ekki að hægt væri að frysta
Matur
Fyrir 4 dögum

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn
Matur
Fyrir 4 dögum

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki
Matur
Fyrir 5 dögum

Bjórvöfflur með viskírjóma og pekanhnetum – Þið verðið að skoða þessa uppskrift

Bjórvöfflur með viskírjóma og pekanhnetum – Þið verðið að skoða þessa uppskrift
Matur
Fyrir 5 dögum

Ævar gekk fram af vinum sínum: „Nú ertu að tapa glórunni“ – Sjáið morgunmatinn sem gerði allt vitlaust

Ævar gekk fram af vinum sínum: „Nú ertu að tapa glórunni“ – Sjáið morgunmatinn sem gerði allt vitlaust
Matur
Fyrir 1 viku

Þú gleymir pottþétt að gera þetta í hvert sinn sem þú kaupir vatnsmelónu

Þú gleymir pottþétt að gera þetta í hvert sinn sem þú kaupir vatnsmelónu
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru ávextirnir sem innihalda fæst kolvetni

Þetta eru ávextirnir sem innihalda fæst kolvetni