fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Matur

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 17:00

Costco-plokkfiskur, rúgbrauð og smjör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Costco á Íslandi hefur bætt við flóruna á veitingastað sínum, mörgum til mikillar ánægju.

Hingað til hefur verið hægt að gæða sér á til dæmis pítsum og pylsum á veitingastaðnum en nú er kominn glænýr réttur á matseðilinn – gratíneraður plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri – einn af þjóðarréttum Íslendinga.

Skammturinn kostar 850 krónur og er stór, eins og flest í Costco. Verðið telst hagstætt því eftir samtöl matarvefsins við nokkra matgæðina sem hafa prófað réttinn þá er hann vel útilátinn, með nóg af kartöflum, fiski og lauk. Einnig hefur talsverð umræða skapast um plokkfiskinn á Facebook-hópnum Matartips þar sem meðlimir eru flestir hverjir hæstánægðir með þessa nýbreytni.

Þeir sem hafa ekki tíma til að setjast niður á veitingastaðnum til að gúffa í sig plokkfiski geta einnig keypt plokkfiskinn kaldan inni í versluninni sjálfri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Magnús Ver verður afi
Matur
Fyrir 3 dögum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum
Matur
Fyrir 3 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn
Matur
Fyrir 6 dögum

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki
Matur
Fyrir 1 viku

Svona býr Martha Stewart til grillaða samloku – Já, aðferðin hennar er skrýtin

Svona býr Martha Stewart til grillaða samloku – Já, aðferðin hennar er skrýtin
Matur
Fyrir 1 viku

Flippuð fortíðarþrá: Svona voru páskaeggin auglýst í gamla daga

Flippuð fortíðarþrá: Svona voru páskaeggin auglýst í gamla daga